Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 63  —  63. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um málefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu löng bið er eftir greiningu og ráðgjöf hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins?
     2.      Á hvaða aldri eru þeir sem bíða, þ.e. hve margir í hverjum aldursflokki?
     3.      Eru einhverjir hópar fatlaðra sem njóta ekki þjónustu stöðvarinnar?
     4.      Eru uppi áform um úrbætur í málefnum stöðvarinnar og ef svo er, hverjar eru þær?