Ferill 86. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 86  —  86. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um meðlagsgreiðslur.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu mörgum hefur í meðlagsúrskurði verið gert að greiða tvöfalt meðlag með barni eða börnum við sambúðarslit eða hjónaskilnað sl. fimm ár? Hversu margir þeirra hafa staðið skil á þessum greiðslum?
     2.      Ef um vanskil er að ræða, hver er heildarupphæð vanskila og í hve mörgum tilvikum hefur verið leitað til dómstóla vegna slíkra mála?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir lagabreytingum sem tryggja betur að úrskurði um greiðslu á tvöföldu meðlagi verði framfylgt?