Ferill 91. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 91  —  91. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um rannsókn á ákvörðun refsinga við afbrotum.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hvað líður rannsókninni á ákvörðun refsinga við líkamsárásum, kynferðisbrotum og fíkniefnabrotum sem Alþingi ályktaði á 122. löggjafarþingi (þskj. 940, 484. mál) að dómsmálaráðherra léti fara fram og hvenær er áætlað að henni ljúki?
     2.      Hvenær má vænta niðurstaðna úr rannsókninni?
     3.      Hversu miklum fjármunum hefur verið varið til rannsóknarinnar og hvernig skiptast þeir milli einstakra þátta hennar?
     4.      Hverjir starfa við þessa rannsókn nú og hver er áætlaður heildarkostnaður við störf þeirra?
     5.      Er forgangsröðun á brotaflokkum í rannsókninni og ef svo er, hver er hún?


Skriflegt svar óskast.