Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 97  —  97. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um biðlista í heilbrigðiskerfinu.

Frá Þuríði Backman og Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvernig hefur fjöldi sjúklinga á biðlistum og lengd biðtíma eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu þróast sl. fimm ár til haustsins 2001? Svarið óskast sundurliðað eftir helstu tegundum aðgerða og þjónustuflokka, skipt niður á þær heilbrigðisstofnanir sem framkvæma viðkomandi aðgerðir eða veita viðkomandi þjónustu.
     2.      Hvernig hefur fjöldi sambærilegra aðgerða eða sjúklinga sem sambærilegrar þjónustu nutu hjá viðkomandi stofnun þróast á fyrrgreindu tímabili?


Skriflegt svar óskast.