Ferill 113. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 113  —  113. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um fjölskyldustefnu utanríkisþjónustunnar.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hefur tillögum nefndar sem ráðherra skipaði um mótun fjölskyldustefnu utanríkisþjónustunnar verið fylgt eftir?
     2.      Ef svo er, hver var niðurstaðan varðandi þau níu atriði þar sem nefndin taldi að úrbóta væri þörf samkvæmt sundurliðun í fylgiskjali með áliti nefndarinnar, þ.e. varðandi:
                  a.      lífeyrisréttindi maka flutningsskyldra starfsmanna,
                  b.      kostnaðarhlutdeild ráðuneytisins í skólagjöldum barna flutningsskyldra starfsmanna,
                  c.      kostnaðarhlutdeild ráðuneytisins í forskólagjöldum barna flutningsskyldra starfsmanna,
                  d.      styrki vegna fjölskylduheimsókna,
                  e.      styrki vegna heimsókna barna starfsmanna til búsetustaðar erlendis,
                  f.      öryggiseftirlit á heimilum flutningsskyldra starfsmanna erlendis,
                  g.      tengsl barna starfsmanna sem búsett eru erlendis við íslenska skólakerfið, einkum með tilliti til íslenskukennslu og kennslu íslenskra fræða,
                  h.      bókasöfn með íslensku efni í sendiráðum og fastanefndum sem hafi að geyma íslenskar bókmenntir, Íslendingasögur, myndbönd og hljóðsnældur á íslensku, svo dæmi séu tekin,
                  i.      aðstoð vegna móðurmálskennslu fyrir börn flutningsskyldra starfsmanna við heimkomu?