Ferill 118. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 118  —  118. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um nauðgunarmál.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hversu margar nauðganir hafa verið tilkynntar til löggæslu- eða heilbrigðisyfirvalda á ári frá 1977 til 2000?
     2.      Hafa þessar nauðganir verið tilkynntar:
                  a.      til lögregluyfirvalda,
                  b.      til neyðarmóttöku (eftir 1993),
                  c.      til heilbrigðisyfirvalda annarra en neyðarmóttöku,
                  d.      annað (hvert)?
     3.      Hversu margar nauðganir hafa sætt lögreglurannsókn á ári frá 1977 til 2000?
     4.      Hversu mörg nauðgunarmál hafa lögregluyfirvöld sent ríkissaksóknara á ári frá 1977 til 2000?
     5.      Hversu margar ákærur hefur ríkissaksóknari gefið út í nauðgunarmálum á ári frá 1977 til 2000?
     6.      Hversu mörg nauðgunarmál hafa komið fyrir dóm á ári frá 1977 til 2000?
     7.      Hversu mörgum nauðgunarmálum hefur lokið með dómi á ári frá 1977 til 2000?
     8.      Hversu margir sýknudómar hafa verið kveðnir upp í nauðgunarmálum á ári frá 1977 til 2000?
     9.      Hversu margir dómar hafa fallið í nauðgunarmálum þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á ári frá 1977 til 2000?
     10.      Hversu mörgum dómum í nauðgunarmálum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og hvernig hafa dómar í þeim málum falið?
     11.      Er um þessar mundir unnið að sértækum aðgerðum á vegum dómsmálaráðuneytisins til að bregðast við ástandinu í þessum málaflokki eða stemma stigu við brotum af þessu tagi?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Samkvæmt nýjustu könnunum sem gerðar hafa verið á nauðgunarmálum í Bretlandi, á Norðurlöndunum og víðar í Vestur-Evrópu koma í ljós sláandi staðreyndir um feril nauðgunarmála í löggæslu- og dómskerfinu og virðast niðurstöðurnar nokkuð samhljóða í mismunandi löndum: tilkynntum nauðgunum og ákærum í nauðgunarmálum fjölgar en sakfellingar standa nokkurn vegninn í stað.
    Talsvert af þeim upplýsingum sem beðið er um í þessari fyrirspurn er nú þegar hægt að finna í eldri þingskjölum og í skýrslu nauðgunarmálanefndar frá 1989, en til að öðlast yfirsýn yfir heildstæða þróun þessara mála á Íslandi er orðið tímabært að bera saman þær tölur sem aðgengilegar eru fram til dagsins í dag.