Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 164  —  163. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um þróun fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á árabilinu 1990–2000.

Frá Örlygi Hnefli Jónssyni.



     1.      Hvert hefur verið meðalverð á fermetra í íbúðarhúsnæði í einstökum kjördæmum á árabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hvert hefur verið meðalverð á fermetra í íbúðarhúsnæði í einstökum sýslum á árabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hvert hefur verið meðalverð á fermetra í íbúðarhúsnæði í einstökum kaupstöðum á árabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hver hefur verið mismunur á meðaltalssöluverði fasteigna annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni á árabilinu 1990–2000, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.