Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 182  —  179. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um greiðslur fyrir veiðiheimildir 1996/1997 til 2000/2001.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hverjar voru heildargreiðslur fyrirtækja og einstaklinga í einstökum sveitarfélögum á fiskveiðiárunum 1996/1997 til 2000/2001 fyrir keyptar veiðiheimildir, annars vegar fyrir aflamark og hins vegar fyrir aflahlutdeildir?
     2.      Hverjar voru heildartekjur fyrirtækja og einstaklinga í einstökum sveitarfélögum á fiskveiðiárunum 1996/1997 til 2000/2001 af sölu veiðiheimilda, annars vegar aflamarks og hins vegar aflahlutdeilda?
     3.      Hverjar voru heildargreiðslur þeirra 50 fyrirtækja og einstaklinga á landinu öllu sem greiddu mest fyrir veiðiheimildir á fiskveiðiárunum 1996/1997 til 2000/2001, annars vegar fyrir aflamark og hins vegar fyrir aflahlutdeildir, sundurliðað eftir fyrirtækjum og einstaklingum?
     4.      Hverjar voru heildartekjur þeirra 50 fyrirtækja og einstaklinga á landinu öllu sem mestar tekjur höfðu af sölu veiðiheimilda á fiskveiðiárunum 1996/1997 til 2000/2001 , annars vegar aflamarks og hins vegar aflahlutdeilda, sundurliðað eftir fyrirtækjum og einstaklingum?


Skriflegt svar óskast.