Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 187  —  77. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð.

     1.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess? Ef svo er, hvenær var það gert og hvað hefur verið gert til að framfylgja áætluninni?
    Landbúnaðarráðuneytið hefur gert framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum sem er hluti af framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til að ná fram jafnrétti kynjanna. Ráðuneytið hefur ekki gert aðra áætlun. Hér ber þó að taka fram að verið er að leggja lokahönd á jafnréttisáætlun fyrir Stjórnarráðið í heild. Framkvæmdaáætlun sem ríkisstjórn Íslands lagði fram er ætlað að gilda frá og með árinu 1998 til og með 2002. Þau verkefni áætlunarinnar sem landbúnaðarráðuneytið hugðist ráðast í miðuðust við ráðningu aukastarfsmanns. Heimild til þeirrar ráðningar fékkst hins vegar ekki og því hefur ekki verið hægt að leggja þann þunga sem ætlað var í verkefnin.
    Árið 1999 kom út á vegum landbúnaðarráðuneytisins skýrslan ,,Markmið og framkvæmdaáætlun landbúnaðarráðuneytisins í jafnréttismálum“. Þar var gerð grein fyrir því hvernig ráðuneytið ætlar að standa að framkvæmd einstakra verkefna áætlunarinnar. Eitt af verkefnum í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar er könnun á eignaraðild í landbúnaði og búrekstri og réttindum og skyldum því samfara. Unnið er að undirbúningi þess verkefnis.
    Ákveðið var í kjölfar framkvæmdaáætlunarinnar að gera sérstakt átak til þess að fjölga konum í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum landbúnaðarráðuneytisins. Náðst hefur töluverð fjölgun á þessum vettvangi þar sem konum í stjórnum, nefndum og ráðum hefur fjölgað úr 10% í 13,5%, eða um 35%, en taka verður sérstakt tillit til þess að langflestar stjórnir, nefndir og ráð sem miðað var við í síðustu könnun eru enn starfandi.

     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár og um hvaða stöður er að ræða? Hversu margir umsækjendur voru um hverja stöðu og hversu margir þeirra voru metnir hæfir til að gegna henni, skipt eftir kyni í báðum tilvikum? Hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Í heildina hafa fimm stöður verið auglýstar á vegum landbúnaðarráðuneytisins síðustu þrjú ár. Þær stöður eru: staða ráðuneytisstjóra, löglærðs deildarstjóra, deildarstjóra í jarðadeild, viðskiptalærðs deildarstjóra og stjórnarráðsfulltrúa í skjalavörslu. Umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra voru 11, allt karlmenn, og voru allir umsækjendur taldir hæfir. Umsækjendur um stöðu löglærðs deildarstjóra voru 10, þar af 5 karlar og 5 konur. Allir umsækjendur töldust hæfir. Kona var ráðin í stöðuna. Umsækjendur um deildarstjórastöðu í jarðadeild voru 6, þar af 5 karlar og 1 kona, allir umsækjendur töldust hæfir. Karl var ráðinn. Umsækjendur um stöðu viðskiptalærðs deildarstjóra voru 12, þar af 5 karlar og 7 konur, allir umsækjendur töldust hæfir. Kona var ráðin. Umsækjendur um starf stjórnarráðsfulltrúa í skjalavörslu voru 5, þar af 1 karl og 4 konur, allir umsækjendur töldust hæfir. Kona var ráðin í starfið.

     3.      Hefur á síðustu þremur árum verið ráðið í stöður á vegum ráðuneytisins sem ekki voru auglýstar? Ef svo er, um hvaða stöður er að ræða og hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Á síðustu þremur árum hefur verið ráðið í tvær stöður á vegum landbúnaðarráðuneytisins þar sem störfin hafa ekki verið auglýst fyrir fram. Ástæðan fyrir því að stöðurnar voru ekki auglýstar eru þær að starfsmennirnir voru ráðnir sem sumarafleysingamenn. Í báðum tilvikum er um að ræða konur.

     4.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins? Hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig skiptast þeir eftir kynjum og hvenær voru þeir skipaðir?
    Um svar við þessum lið vísast í eftirfarandi yfirlit yfir nefndir á vegum ráðuneytisins.

Nefndir og ráð sem eru starfandi á vegum landbúnaðarráðuneytisins.

    Tekið er fram hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig aðalmenn og varamenn skiptast eftir kynjum og hvenær nefndin eða ráðið var skipað.

1. Skólanefnd Hólaskóla. Skipuð 13. júlí til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 10.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður
Varamenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður

2. Skólanefnd Garðyrkjuskólans á Reykjum. Skipuð 27. júlí 1999 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 10.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður
Varamenn:     3 karlmenn     2 kvenmenn

3. Stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Skipuð 25. ágúst 1999 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

4. Stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins.
Fulltrúar eru 8.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn
Varamenn:     4 karlmenn

5. Stjórn Veiðimálastofnunar. Skipuð 27. júlí 1999 til fjögurra ára.

Fulltrúar eru 10.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn
Varamenn:     5 karlmenn

6. Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Skipuð 7. nóvember til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 10.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður
Varamenn:     2 karlmenn     3 kvenmenn

7. Stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins. Skipuð 31. desember 1997 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 10.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn
Varamenn:     2 karlmenn     3 kvenmenn

8. Stjórn Héraðsskóga. Skipuð 3. september 1999 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

9. Stjórn Suðurlandsskóga. Skipuð 25. janúar 2000 til tveggja ára.

Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

10. Búfræðsluráð. Skipað 25. ágúst 1999 til fjögurra ára.

Fulltrúar eru 10.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     9 karlmenn     1 kvenmaður

11. Dýralæknaráð. Skipað 13. júlí 1999 til fimm ára.
Fulltrúar eru 8.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn
Varamenn:     2 karlmenn     2 kvenmenn

12. Veiðimálanefnd. Skipuð 30. september 1999 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 10.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn
Varamenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður

13. Yfirmatsnefnd.
Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn
Varamaður:     1 karlmaður

14. Fisksjúkdómanefnd.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

15. Verðlagsnefnd búvara. Skipuð árlega.
Fulltrúar eru 15.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     7 karlmenn     1 kvenmaður
Varamenn:     5 karlmenn     2 kvenmenn

16. Áform – átaksverkefni. Nefnd skipuð 21. mars 2000 til tveggja ára.
Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn

17. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða. Skipuð 19. mars 1999.
Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður
Varamenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður

18. Úrskurðarnefnd. Skipuð 7. nóvember 1997 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 7.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     2 kvenmenn
Varamenn:     3 karlmenn

19. Ráðgjafarnefnd. Skipuð 10. september 1996.
Fulltrúar eru 9.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     8 karlmenn     1 kvenmaður

20. Markanefnd. Skipuð 6. mars 1996 til átta ára.
Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður
Varamenn:     3 karlmenn

21. Fóðurnefnd. Skipuð 8. mars 1999 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

22. Sáðvöru- og áburðarnefnd. Skipuð 29. júní 1999 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

23. Kartöfluútsæðisnefnd. Skipuð 1. október 1996 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

24. Smáverkefnasjóður. Stjórn skipuð 15. júní 2000.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður

25. Erfðanefnd búfjár. Skipuð 8. mars 1999 til þriggja ára.
Fulltrúar eru 9.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður
Varamenn:     4 karlmenn

26. Tilraunaráð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Skipað 20. júlí 1999 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 20.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     13 karlmenn     2 kvenmenn
Varamenn:     5 karlmenn

27. Stjórn Skjólskóga. Skipuð 25. janúar 2000 til fjögurra ára.

Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn
Varamenn:     1 karlmaður

28. Stjórn Vesturlandsskóga. Skipuð 25. janúar 2000 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn
Varamenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður

29. Stjórn Norðurlandsskóga. Skipuð 25. janúar 2000 til fjögurra ára.
Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn
Varamenn:     3 karlmenn

Tímabundnar verkefnanefndir.

Kjötmjölsnefnd. Skipuð 22. desember 2000.
Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður

Faghópur vegna rannsóknar á norskum fósturvísum. Skipaður 19. desember 2000. Fulltrúar eru 12.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     11 karlmenn     1 kvenmaður

Nefnd um endurskoðun reglugerðar nr. 671/1997, um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra. Skipuð 22. nóvember 2000. Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn     1 kvenmaður

Nefnd um lausaskuldir bænda. Skipuð 8. nóvember 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

Starfshópur sem meta á sambýli kvíaeldis og villtrar náttúru er varðar regnbogasilung og lax. Skipaður 23. ágúst 2000.
Fulltrúar eru 8.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     8 karlmenn

Verkefnisstjórn átaks um sumarexem í hrossum. Skipuð 7. júlí 2000. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     3 kvenmenn

Nefnd um sýningarstjórn íslenska hestsins. Skipuð 17. maí 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður

Nefnd til að meta áhrif eldis á norskættuðum laxastofni í Stakksfirði v/Vogastapa. Skipuð 15. maí 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

Starfshópur um sumarexem í hrossum. Skipaður 3. maí 2000. Fulltrúar eru 7.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn     2 kvenmenn

Nefnd um endurskoðun girðingarlaga. Skipuð 26. apríl 2000. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður

Starfshópur sem fjalla á um stuðning við lífræna landbúnaðarframleiðslu. Skipaður 22. mars 2000. Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     6 karlmenn
Plöntusjúkdómaráð. Skipað 22. mars 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

Nefnd til að gera tillögur að reglugerð um skyldumerkingar búfjár. Skipuð 21. mars 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður

Starfshópur um mengun af völdum salmonellu og kampýlóbakter í skepnum og ýmsum búvörum framleiddum á Suðurlandi. Skipaður 14. febrúar 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn
Starfshópur til að meta hollustu og sérstöðu íslenskrar mjólkur. Skipaður 31. janúar 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

Starfshópur um endurskoðun þriggja reglugerða um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Skipaður 26. janúar 2000. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     1 kvenmaður Nefnd til að gera tillögur að reglugerðum um atriði á grundvelli laga nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum.
Skipuð 24. janúar 2000.
Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn     1 kvenmaður
Starfshópur um stefnu í skógrækt og samningu nýrra skógræktarlaga. Skipaður 21. janúar 2000. Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn     1 kvenmaður
Nefnd vegna kampýlóbakter-sýkinga. Skipuð 17. desember 1999. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn     1 kvenmaður
Kynbætur fyrir bleikjueldi. Nefnd skipuð 28. október 1999. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn
Varamenn:     1 karlmaður

Endurskoðun laga um búfjárhald, forðagæslu o.fl. Nefndin skipuð 12. október 1999. Starfslok 1. maí 2000. Falið að starfa áfram. Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     2 kvenmenn

Fegurri sveitir. Nefnd skipuð 6. október 1999, áætluð starfslok 1. október 2000. Falið að starfa áfram. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     1 karlmaður     4 kvenmenn Nefnd til að gera tillögu að viðauka um vistvæna mjólkurframleiðslu við reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu, nr. 504/1998. Skipuð 6. október 1999. Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn     1 kvenmaður

Nefnd um mat á æðardún. Skipuð 29. júlí 1999. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn
Varamenn:     2 karlmenn
Útflutnings- og markaðsnefnd hrossa. Skipuð 29. júní 1999. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn
Starfshópur til að fylgja eftir og koma í framkvæmd á næstu fimm árum till. um „vistrænt Ísland“. Skipaður 11. febrúar 1999. Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn
Kvótanefnd. Skipuð 24. september 1998. Fulltrúar eru 9.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     7 karlmenn     2 kvenmenn
Nefnd v/lausagöngu búfjár við þjóðvegina. Vegsvæðanefnd. Skipuð 6. júlí 1998. Starfslok 1. nóvember 1998. Falið að vinna áfram. Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn     1 kvenmaður

Átak í landgræðslu og skógrækt til ársins 2000. Verkefnisstjórn skipuð 11. febrúar 1997. Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn

Nefnd um endurheimt votlendis. Votlendisnefnd. Skipuð 28. febrúar 1996.
Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     6 karlmenn

Verkefnisráð um þróunarvinnu í fiskeldi. Skipað 18. apríl 1995. Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     4 karlmenn
Samráðsnefnd. Skipuð 31. janúar 1994. Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn
Framkvæmdanefnd búvörusamninga. Fulltrúar eru 7.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     7 karlmenn

Verkefnisstjórn um nýtingu upplýsingasamfélagsins í sveitum landsins. Skipuð 5. júní 2001.
Fulltrúar eru 7.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn     2 kvenmenn

Vegsvæðanefnd. Skipuð 6. ágúst 1998.
Fulltrúar eru 6.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn     1 kvenmaður

Starfshópur um uppbyggingu skráningarkerfis v/merkingar búfjár. Skipaður 6. júní 2001.
Fulltrúar eru 5.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     5 karlmenn.

Starfshópur um framleiðslu- og markaðsmál gróðurhúsaafurða og garðávaxta. Skipaður 11. apríl 2001.
Fulltrúar eru 7.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     6 karlmenn     1 kvenmaður

Starfshópur um fjármál Hólaskóla. Skipaður 10. september 2001.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

Nefnd um sameiningu sjóða/stofnana landbúnaðarins. Skipuð 27. september 2001.
Fulltrúar eru 3.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     3 karlmenn

Nefnd um markaðsmöguleika lambakjöts á erlendum mörkuðum. Skipuð 6. júní 1999.
Fulltrúar eru 8.
Formaður:     Karlmaður
Aðalmenn:     6 karlmenn     2 kvenmenn

Nefnd til að yfirfara rekstur Skógræktar ríkisins. Skipuð 25. september 2000.
Fulltrúar eru 2.
Aðalmenn:     2 karlmenn

Nefnd um innlenda forsjá erfðalinda. Skipuð 9. febrúar 2001.
Fulltrúar eru 4.
Formaður:     Kvenmaður
Aðalmenn:     2 karlmenn     2 kvenmenn

Samantekt.

Fulltrúar alls     416
Formenn      71     Aðalmenn     342
karlmenn          60     karlmenn         296
kvenmenn      11     kvenmenn      46
Kvenmenn í hlutfalli af heildarfjölda: formenn 15,5%, aðalmenn 13,5% .

Varamenn     74
karlmenn         57
kvenmenn     17
Kvenmenn í hlutfalli af heildarfjölda: 23%.