Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 189  —  76. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð.

     1.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess? Ef svo er, hvenær var það gert og hvað hefur verið gert til að framfylgja áætluninni?
    Ráðuneytið hefur ekki gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut karla og kvenna í störfum ráðuneytisins og á vegum þess. Hins vegar er samráðshópur, sem í á sæti fulltrúi fjármálaráðuneytisins, að ganga frá jafnréttisstefnu fyrir Stjórnarráðið í heild sinni. Sú stefna mun birtast í sameiginlegri starfsmannahandbók Stjórnarráðsins sem liggur nú fyrir í lokadrögum. Stjórnendur ráðuneytisins eru meðvitaðir um jafnan hlut kynjanna við mat á umsóknum og við val á starfsfólki, sbr. III. kafla laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Hæfni umsækjenda er meginforsenda við val á umsækjendum, en hlutföll kynja eru einnig höfð til hliðsjónar.

     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár og um hvaða stöður er að ræða? Hversu margir umsækjendur voru um hverja stöðu og hversu margir þeirra voru metnir hæfir til að gegna henni, skipt eftir kyni í báðum tilvikum? Hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Auglýst voru 28 störf á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár. Um er að ræða stöðu ráðuneytisstjóra, stöður lögfræðinga, viðskipta- og hagfræðinga, félagsvísindamanna, sendlastörf og ritarastörf. Ekki eru til upplýsingar um fjölda umsókna um hverja stöðu í ráðuneytinu, en umsóknir fara yfirleitt í gegnum ráðningarskrifstofu sem metur umsóknir eftir hæfisskilyrðum í auglýsingu. Oft hljóta 10–20 umsóknir ítarlega skoðun og skipuleggur ráðningarskrifstofan 5–7 viðtöl í samráði við hlutaðeigandi yfirmann. Í þær 28 stöður sem auglýstar voru á síðustu þremur árum voru ráðnir 10 karlar og 18 konur. Karl var ráðinn í stöðu ráðuneytisstjóra og 9 karlar í stöður sérfræðinga, 14 konur voru ráðnar í stöður sérfræðinga, 2 í ritarastöður og 2 í afgreiðslustöður.

     3.      Hefur á síðustu þremur árum verið ráðið í stöður á vegum ráðuneytisins sem ekki voru auglýstar? Ef svo er, um hvaða stöður er að ræða og hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Ráðið hefur verið í átta stöður án auglýsingar á síðustu þremur árum. Um er að ræða þrjár stöður sem falla undir tilflutning starfa milli embætta og skiptust þær þannig að tvær konur voru ráðnar og einn karl. Ráðnir voru fimm starfsmenn til sumarafleysinga án auglýsingar, þrír karlmenn og tvær konur.

     4.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins? Hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig skiptast þeir eftir kynjum og hvenær voru þeir skipaðir?
    Sjá meðfylgjandi töflu.


Heiti nefnda/ráðs
Fjöldi í nefnd
Karlar

Konur

Skipun
Lögbundnar nefndir:
Bílanefnd 4 3 1 1999
Endurskoðendaráð 3 3 0 2000
Kærunefnd útboðsmála 5 3 2 2001
Kjaranefnd 6 3 3 2000
Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna 9 8 1 2000
Nefnd til að meta lausn um stundarsakir 2 1 1 1997
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda 6 6 0 1999
Prófnefnd bókara 3 2 1 1998
Reikningsskilaráð 5 5 0 2001
Ríkisreikningsnefnd 6 6 0 2000 síðast breytt
Ríkistollanefnd 3 3 0 1999 síðast breytt
Samninganefnd ríkisins 15 10 5 2000
Samráðsnefnd um lánsfjármál ríkissjóðs 6 5 1 2001
Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir 5 5 0 2000 síðast breytt
Yfirfasteignamatsnefnd 3 2 1 2001
Yfirskattanefnd 6 5 1 2000 síðast breytt
Nefndir samkvæmt ákvæðum kjarasamninga:
Ferðakostnaðarnefnd 4 4 0 1997
Námsmatsnefnd Sjúkraliðafélags Íslands 3 2 1 1998
Námsmatsnefnd vegna kennara í grunn- og framhaldsskólum 5 3 2 1998
Nefnd er úthlutar námsleyfum til presta 3 3 0 1998
Nefnd til að meta heildarkjarabreytingu Landssambands lögreglumanna 5 5 0 1999
Nefnd til að meta heildarkjarabreytingu Tollvarðafélags Íslands 5 4 1 1999
Samráðsnefnd um skipulag vinnutíma 10 6 4 1997
Verkefnanefndir:
Afskriftanefnd 3 2 1 2000
Framkvæmdanefnd gegn skattsvikum 3 3 0 1997
Gjaldtökunefnd 3 2 1 1999
Nefnd er geri tillögu um viðurkenningu til ríkisstofnunar sem skarað hefur fram úr 3 2 1 1999
Nefnd um áætlanir í skattkerfinu 5 4 1 2000
Nefnd til að semja reglugerð á grundvelli laga um tekjuskatt og eignarskatt 4 2 2 1999
Nefnd til að semja reglugerð um skatteftirlit 6 5 1 1999
Nefnd um athugun á skattlagningu fjármálaviðskipta milli landa 4 3 1 2001
Nefnd um endurskoðun laga um bókhald og ársreikninga 4 3 1 2000
Nefnd um endurskoðun laga um erfðafjárskatt 4 0 4 2000
Nefnd um endurskoðun tollalaga 4 1 3 2001
Nefnd um fjölþrepaskatt og viðmiðunarneyslu 3 3 0 2001
Nefnd um framkvæmd árangursstjórnunar 12 8 4 1997
Nefnd um húsnæðismál tollstjórans í Reykjavík 3 2 1 2001
Nefnd um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins 4 2 2 2000
Nefnd um meðferð áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna starfsmanna samrekstrarstofnana ríkis og Reykjavíkurborgar 5 5 0 1998
Nefnd um skipulag dreifilykla 8 7 1 2001
Nefnd um tímasetningar og álagningar vegna skattframtala 6 4 2 2001
Nefnd um þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði og viðhaldi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva 4 4 0 2001
Nefnd um verðlagningu opinberra upplýsinga 7 6 1 2000
Nefnd um viðskiptamannareikning skattgreiðenda 5 3 2 2000
Ráðgjafarnefnd um upplýsinga- og tölvumál 4 2 2 2000
Samráðsnefnd fjármálaráðuneytis og Alþingis um fjárlagagerð 5 4 1 1998
Samráðsnefnd um gerð tvísköttunarsamninga og fjárfestingarsamninga 5 4 1 1999
Starfshópur um skattalegt umhverfi raforkufyrirtækja 5 3 2 2000
Stýrihópur um fræðslu forstöðumanna 4 4 0 2000
Tvísköttunarnefnd 3 2 1 2000
Þjóðlendunefnd 3 3 0 1999
Verkefnisstjórn um innkaupakort ríkisins 4 4 0 1999
Vinnuhópur um tölfræði virðisaukaskattsins 3 3 0 1999
Vinnuhópur um kynningu á gerð þjónustu- og rekstrarsamninga 5 4 1 1999
Annað:
Ríkisfjármálanefnd 5 5 0 2001 síðast breytt
Samráðshópur um framkvæmd rammasamnings við Skýrr 4 4 0 2000 síðast breytt
Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál 4 3 1 2000
Skattalaganefnd – ráðgjafarnefnd 4 2 2 1999
Alls 58 nefndir 280 215 65