Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 190  —  74. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess? Ef svo er, hvenær var það gert og hvað hefur verið gert til að framfylgja áætluninni?
     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár og um hvaða stöður er að ræða? Hversu margir umsækjendur voru um hverja stöðu og hversu margir þeirra voru metnir hæfir til að gegna henni, skipt eftir kyni í báðum tilvikum? Hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
     3.      Hefur á síðustu þremur árum verið ráðið í stöður á vegum ráðuneytisins sem ekki voru auglýstar? Ef svo er, um hvaða stöður er að ræða og hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
     4.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins? Hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig skiptast þeir eftir kynjum og hvenær voru þeir skipaðir?

    Samráðshópur sem í á sæti fulltrúi dómsmálaráðuneytisins er að ganga frá jafnréttisstefnu fyrir Stjórnarráðið í heild sinni. Sú stefna mun birtast í sameiginlegri starfsmannahandbók Stjórnarráðsins sem liggur nú fyrir í lokadrögum. Enn fremur er ráðuneytið að vinna að sérstakri jafnréttisáætlun fyrir sig og stofnanir sem undir ráðuneytið heyra. Áætlun þessi liggur nú fyrir í drögum en stefnt er að því að hún verði fullbúin fljótlega. Verður hún þá kynnt starfsmönnum ráðuneytisins og stofnana þess.
    Auglýst hafa verið 23 störf fyrir hönd ráðuneytisins og undirstofnana síðastliðin þrjú ár. Umsækjendur voru alls 243, þar af 99 konur og 124 karlar, auk 20 umsækjenda (ein auglýsing) þar sem skipting milli kynja liggur ekki fyrir. Ráðnar voru 9 konur og 14 karlmenn. Nánari greiningu má sjá í töflu 1. Umsóknir hljóta ítarlega skoðun, eru metnar eftir hæfisskilyrðum í auglýsingu og umsækjendur boðaðir í viðtal til viðkomandi yfirmanna. Ekki liggur fyrir bein flokkun á hversu margir umsækjenda töldust hæfir eða vanhæfir.
    Ráðið hefur verið í fimm störf án auglýsingar síðastliðin þrjú ár. Er þar um að ræða fjórar stöður sérfræðinga, þar af þrjár sem falla undir tilfærslu milli embætta og eina er afleysingamaður hlaut fastráðningu er starf losnaði. Fimmta er starf bílstjóra ráðherra. Stöðurnar skipa þrjár konur og tveir karlar. Ráðnir voru á tímabilinu sjö starfsmenn til afleysinga og tímabundinna verkefna. Þar af voru sex konur og ein karl.
    Á vegum ráðuneytisins eru skráðar 43 nefndir og starfshópar. Skipaðir nefndarmenn eru 223, þar af 77 konur og 146 karlar, sjá töflu 2.

Prentað upp.

Tafla 1. Stöðuveitingar á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis 1999–2001.




Auglýst
Ekki auglýst Umsækjendur alls Konur alls Karlar alls Kona ráðin Karl ráðinn
Staða 1 Rekstrarstjóri 1 1
Staða 2 Sérfræðingar, tveir auglýstir saman
2

12

7

5

1

1
Staða 3 Sérfræðingar, þrír auglýstir saman
3

41

24

17

1

2
Staða 5 Sérfræðingur 1 1
Staða 7 Sérfræðingur 1 14 7 7 1
Staða 8 Sérfræðingur 1 1
Staða 9 Sérfræðingur 1 1
Staða 10 Sérfræðingur 1 7 4 3 1
Staða 11 Ritari 1 20 19 1 1
Staða 12 Bílstjóri ráðherra 1 1
Stjórnartíðindi/ Lögbirtingablað
Skrifstofumaður

1


20

1
Skrifstofumaður (sama starf)
1

25

14

11


1
Hæstiréttur Hæstaréttardómari 1 7 5 2 1
Hæstaréttardómari 1 4 3 1 1
Héraðsdómstólar Héraðsdómari 1 13 6 7 1
Héraðsdómari 1 7 4 3 1
Persónuvernd Forstjóri 1 2 2 1
Ríkislögreglustjóri Aðstoðaryfirlögregluþjónn
1

17

1

16


1
Aðstoðaryfirlögregluþjónn
1


1


1


1
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Yfirlögregluþjónn

1


5


5


1
Aðstoðaryfirlögregluþjónn
1


19

1

18

1
Aðstoðaryfirlögregluþjónn
1


8


8


1
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaður

1


6

2

4

1
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Yfirlögregluþjónn

1

4


4

1
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Yfirlögregluþjónn

1


11


11

1
23 5 243 99 124 12 16

Tafla 2. Fastanefndir, lögskipaðar nefndir og vinnuhópar


á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.



Nefndarmenn Varamenn Ritari Konur Karlar

Skipunartími

Fastanefndir og lögskipaðar nefndir
Náðunarnefnd 3 3 4 2 1.1.2001–1.1.2003
Nefnd til þess að endurskoða tiltekin ákvæði laga nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu 3 1 1 1 4 12.1.2001–
Nefnd um skráningu trúfélaga 3 1 2 1.7.2000–1.7.2004
Refsiréttarnefnd 5 1 2 4 6.2.1997
Gjafsóknarnefnd 3 2 0 5
Nauðasamninganefnd 3 3 4 2 1.7.2000–1.7.2004
Nefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara 3 2 3 2 1.7.2001–15.6.2003
Nefnd um dómarastörf 3 3 5 1 15.5.2004 /15.5.2006
Nefnd um málskostnað í opinberum málum 3 2 1 28.8.2001
Réttarfarsnefnd 6 1 1 6
Réttindi til að verða hæstaréttardómari, prófnefnd 3 3 1 5 1.1.1999–1.1.2003
Réttindi til að verða héraðsdómslögmaður, prófnefnd 3 3 3 3 1.1.1999–1.1.2003
Ættleiðingarnefnd 3 3 4 2 20.9.2000–20.9.2004
Mannanafnanefnd 3 2 3 2 1.1.2001–1.1.2005
Sifjalaganefnd 3 1 3 1 1.1.1999
Endurkröfunefnd 3 3 0 6 21.6.2000–21.6.2003
Rannsóknarnefnd umferðarslysa 3 3 1 1 6 1.7.2000–1.7.2004
Bótanefnd 3 3 3 3 1.7.2000–1.7.2004
Matsnefnd eignarnámsbóta 1 1 2 24.8.1998–24.8.2003
Nefnd til að fylgjast með framkvæmd laga um mannanöfn 3 1 2 1.1.1997
Nefnd um reglugerð um starfsstig innan lögreglu 5 1 4
Örorkunefnd 3 3 1 5 1.7.1999–1.7.2005
Prófnefnd fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala 3 0 1 2 3.9.1999–3.9.2003
Úrskurðarnefnd um áfengismál 3 3 1 4 3 –17.8.2002
Eftirlit með talnagetraunum Íslenskrar getspár 4 1 3 20.3.2001–20.3.2004
Happdrættisráð Vöruhappdrættis Sambands íslenskra berklasjúklinga 3 1 2 2 2001–2002–2003
Nefnd um samræmda neyðarsímsvörun 7 1 6 1.8.2000–31.12.2001
Happdrættisráð Happdrættis Háskóla Íslands 3 1 3 1 2001–2002– 2003
Nefndir, alls 94 44 5 56 87
Vinnuhópar sem ráðherra hefur skipað
Nefnd til að sporna við vændi og kynferðislegri misnotkun 7 1 4 4
Starfshópur til að semja leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðra sem leita til lögreglu til þess að kæra afbrot 3 3
Nefnd til að fylgjast með framkvæmd tæknifrjóvgunarlaga og vinna að endurskoðun þeirra 3 1 2
Nefnd vegna könnunar á forsjár- og umgengnismálum 3 2 1
Samráðshópur til þess að liðka fyrir allri framkvæmd skoðunarskráningarmála 5 5
Starfshópur til að setja reglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng 7 1 2 6
Nefnd um framtíðarskipulag birtingar laga og stjórnvaldsfyrirmæla 5 1 4
Rafræn eyðublöð, leyfi, vottorð o.s.frv. 4 2 2
Rafrænar kosningar 6 1 5
Starfshópur sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum 7 2 5
Vinnuhópur um stefnumörkun vegna víðnets dómsmálaráðuneytisins 3 3
Nefnd til rannsóknar á refsingum við afbrotum 6 1 2 5
Nefnd um gerð reiknilíkans fyrir rekstur sýslumannsembætta 7 2 5
Nefnd til þess að fjalla um öryggismál íslensks samfélags 6 1 1 6
Eftirlitsnefnd með töku öndunarsýna 3 1 1 3
Vinnuhópar, alls 75 0 5 21 59
Samtals, nefndir og vinnuhópar 169 44 10 77 146

Fylgiskjal.


Dóms- og kirkjumálaráðuneyti:

Jafnréttisyfirlýsing.

(Nóvember 2001.)



    Með hliðsjón af ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, mannréttindasáttmála Evrópu, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og öðrum alþjóðasamningum og lögum þar sem leitast er við að koma á jafnrétti kvenna og karla á öllum sviðum, gefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið út svohljóðandi jafnréttisáætlun til eftirbreytni fyrir starfsmenn ráðuneytisins og stofnana sem heyra undir verksvið þess:

JAFNRÉTTISYFIRLÝSING
DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTISINS


Launajafnrétti
    Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þessa skal einnig gætt þegar um er að ræða annars konar þóknun, beina eða óbeina og önnur starfskjör.

Stöðuveitingar og skipanir í embætti
    Þess skal gætt að sá umsækjandi sé ráðinn sem býr yfir mestri hæfni til þess að gegna starfi, án tillits til kynferðis. Leitast skal við að hafa sem jafnasta skiptingu kynja í hinum ýmsu störfum og embættum. Skal það ávallt haft í huga við ráðningar og skipanir í störf. Þá skal þess gætt að auglýsingar um embætti og störf séu ókyngreindar og þær geti höfðað til beggja kynja.

Þáttaka í nefndum og ráðum
    Í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafn margir af hvoru kyni.
    Þegar óskað er eftir tilnefningum í nefndir og ráð skal ávallt á þetta minnt.
    
Jafnræði á vinnustað
    Við alla starfsmenn skal komið fram af virðingu og sanngirni, óháð kyni. Starfsmenn þurfa ekki að hlíta því að vera ávarpaðir með ótilhlýðilegu orðalagi eða sæta kynferðislegri áreitni af hálfu samstarfsfélaga. Jafnréttisfulltrúi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins tekur við kvörtunum vegna meintrar kynferðislegrar áreitni, leitar lausna á málum og eftir atvikum vísar þeim til meðferðar hjá réttum yfirvöldum.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
    Starfsmönnum af báðum kynjum skal gert kleift að samræma fjölskyldulíf og starfsskyldur t.d. með sveigjanlegum vinnutíma eða annarri vinnuhagræðingu, þar sem því verður við komið.

Jafn réttur til starfsþjálfunar og endurmenntunar
    Lögð er á það áhersla að bæði kyn njóti sömu möguleika til starfsþjálfunar og menntunar sem auki hæfni þeirra og færni í starfi.

Jafnréttisfulltrúi
    Jafnréttisfulltrúi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins fjallar um og hefur eftirlit með jafnréttisstarfi á málasviði ráðuneytisins og stofnana sem undir ráðuneytið heyra.