Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 194  —  92. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um erlenda fjárfestingu.

    Ráðuneytið fór þess á leit við Seðlabanka Íslands að hann tæki saman svör við fyrirspurninni og fylgja svör bankans.
    Athygli er vakin á því að ekki eru fyrir hendi upplýsingar í gögnum bankans um 5. lið fyrirspurnarinnar. Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um eignaraðild að erlendum lögaðilum sem hér kunna að hafa fjárfest. Því hefur ráðuneytið ekki handbærar upplýsingar til þess að unnt sé að svara þessum lið.

     1.      Hversu mikil var erlend fjárfesting á Íslandi á árunum 1998, 1999 og 2000?
    Litið er svo á að í fyrstu þremur liðum fyrirspurnarinnar eigi fyrirspyrjandi við beinar erlendar fjárfestingar.
    Innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar árið 1998 var 10,5 milljarðar króna, 1999 var það 4,4 milljarðar króna og 12,4 milljarðar króna 2000, sbr. svar við 2. lið.

     2.      Hvernig skiptist sú fjárfesting á milli atvinnugreina?

Bein fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi.

Í millj. kr.
Atvinnugreinar og iðnaður 1998 1999 2000*
Bein fjárfesting samtals
10.523 4.423 12.400
Frumvinnsla samtals
1 29 20
Landbúnaður, dýraveiðar, skógrækt og þjónusta tengd sjávarútvegi

7

28

3
Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu
-6 1 17
Iðnaður samtals
1.677 2.854 10.552
Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður
-46 2.339 490
Textíl-, leður og fataiðnaður
-8 0 -2
Útgáfustarfsemi, trjá- og pappírsiðnaður
0 1 -3
Efna- og steinefnaiðnaður
60 -1 3.939
Málmiðnaður
1.702 536 -230
Vélsmíði og vélaviðgerðir
-31 -21 3
Rafmagns- og rafeindaiðnaður
6.355
Þjónusta samtals
8.872 1.540 1.828
Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
223 107 487
Verslun og ýmis viðgerðarþjónusta
2.258 337 -18
Hótel- og veitingahúsarekstur
0 0 1
Samgöngur, flutningar og fjarskipti samtals
-42 -235 251
Flutningar
122 -79 -17
Fjarskipti
-164 -156 268
Fjármálaþjónusta
3.265 -246 495
Ýmis viðskiptaþjónusta samtals
3.070 1.542 617
Hugbúnaðargerð og skyldi starfsemi
22 1.146 324
Rannsóknir og þróunarstarf
2.653 -58 -247
Önnur viðskiptaþjónusta
395 143 76
Eignarhaldsfélög
312 464
Önnur þjónusta
98 35 -4
Heimild: Seðlabanki Íslands, tölfræðisvið.
*Bráðabirgðatölur.


     3.      Hvernig skiptist erlend fjárfesting á Íslandi milli landa í árslok 2000?


Bein fjármunaeign erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi.

Í millj. kr.      2000*
Bein fjármunaeign alls
         40.861
Iðnríki
    39.884
Vestur-Evrópa
    28.014
Evrópusambandið
         10.935
Austurríki
         1
Belgía/Lúxemborg
         3.926
Danmörk
         4.110
Finnland
    143
Frakkland
         155
Þýskaland
         113
Holland
    108
Spánn
         -
Svíþjóð
         870
Bretland
1.509
Önnur Vestur-Evrópuríki
17.079
Færeyjar
    7
Gíbraltar
    25
Jersey
         0
Noregur
    3.352
Sviss
         13.695
Norður-Ameríka
         11.303
Kanada
    65
Bandaríkin
         11.238
Önnur iðnríki
    567
Ástralía
         171
Ísrael
         0
Japan
         396
Önnur ríki
Suður- og Mið-Ameríka og Kyrrahafslönd
         0
Suður-Ameríka
    0
Chile
    0
Asía
662
Vestur-Asía
    662
Kýpur
         662
Mið- og Austur-Evrópa
    315
Lettland
         315
Rússland
         -
Heimild: Seðlabanki Íslands, tölfræðisvið.
*Bráðabirgðatölur.
    Ítrekað er að í svörum við 1.–3. lið koma fram upplýsingar um beina erlenda fjárfestingu í fyrirtækjum á Íslandi. Undir beina fjárfestingu falla einungis stærri fjárfestingar sem fela í sér áhrif á stjórn fyrirtækis eða að fjárfestir á 10% eða stærri hlut í fyrirtæki.

     4.      Hve mikil voru viðskipti erlendra aðila með hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum sem skilgreind voru sem verðbréfaviðskipti?
    Erlendir aðilar seldu innlend hlutabréf umfram kaup fyrir um 6,6 milljarða kr. árið 2000.

     5.      Hversu hátt hlutfall erlendra fjárfestinga eru fjárfestingar eignarhaldsfyrirtækja sem eru í eigu Íslendinga?
    
    Seðlabanki Íslands hefur ekki upplýsingar um þetta.