Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 221  —  71. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð.

     1.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess? Ef svo er, hvenær var það gert og hvað hefur verið gert til að framfylgja áætluninni?
    Jafnréttisáætlun menntamálaráðuneytis var birt í nóvember 2000 (sjá fylgiskjal). Í áætluninni er fjallað um launajafnrétti, þátttöku í nefndum og ráðum, auglýsingar og upplýsingagjöf, stöðuveitingar og störf, starfsþjálfun og endurmenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, starfsanda og líðan starfsmanna og jafnréttisfulltrúa. Áætlunin er öllum aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is.
    Frá því að áætlunin var samþykkt innan ráðuneytisins hefur m.a. verið skipaður jafnréttisfulltrúi sbr. 11. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, sem m.a. hefur það verkefni að hafa eftirlit með jafnréttisstarfi á málasviði ráðuneytisins og stofnana á stjórnsýslusviði þess. Hefur jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins setið ýmsa fundi og alþjóðlegar ráðstefnu um jafnréttismál.
    Þegar óskað er eftir tilnefningum í opinberar nefndir og ráð er ávallt minnt á ákvæði 20. gr. laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þar sem segir að þar sem því verði við komið skuli sitja sem næst jafnmargar konur og karlar í nefndum, ráðum og stjórnum. Hlutfall kvenna af starfsfólki innan menntamálaráðuneytis er 67% og hlutfall karla 33%. Hlutfall kynja í störfum skrifstofustjóra og deildarstjóra skiptist jafnt. Í störfum deildarsérfræðinga eru konur 58% og karlar 42%. Stjórnarráðsfulltrúar eru nær eingöngu konur eða 94%. Menntamálaráðuneytið er annað tveggja ráðuneyta þar sem ráðuneytisstjóri er kona.

     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár og um hvaða stöður er að ræða? Hversu margir umsækjendur voru um hverja stöðu og hversu margir þeirra voru metnir hæfir til að gegna henni, skipt eftir kyni í báðum tilvikum? Hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Á síðustu þremur árum voru auglýst 14 störf á vegum aðalskrifstofu ráðuneytisins. Þar af var um eitt embætti skrifstofustjóra að ræða. Önnur auglýst störf voru störf sérfræðinga, lögfræðinga og stjórnarráðsfulltrúa í afgreiðslu ráðuneytisins. Fjöldi umsækjenda um hverja stöðu sést í töflu 1, skipt eftir kyni, og þar kemur einnig fram hvort karl eða kona var ráðin.

Tafla 1. Stöður auglýstar á vegum ráðuneytisins sl. þrjú ár (alls 14).
Umsækjendur Boðuð í viðtal Ráðin
Heiti stöðu Alls Konur Karlar Alls Konu r Karla r Kona Karl
Lögfræðingur á lögfræði- og stjórnsýslusviði 11 6 5 11 6 5
Sérfræðingur í mats- og eftirlitsdeild 12 5 7 10 5 5
Sérfræðingur í framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild 16 7 9 7 2 5
Staða sérfræðings í háskóla- og vísindadeild 6 3 3 6 3 3
Sérfræðingur í mats- og eftirlitsdeild 10 6 4 10 6 4
Sérfræðingur í lista- og safnadeild 19 12 7 6 4 2
Sérfræðingur á fjármálasviði 9 6 3 6 6 0
Skrifstofustjóri á skrifstofu menningarmála 10 6 4 7 4 3
Sérfræðingur í framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild 11 7 4 4 4 0
Sérfræðingur í framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild 18 10 8 4 2 2
Lögfræðingur á lögfræði- og stjórnsýslusviði 12 7 5 1* 1 0
Sérfræðingur í námskrárdeild 17 10 7 1* 0 1
Starf í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins 9 9 0 4 4 0
Sérfræðingur á almennu sviði 23 4 4 0
Samtals: 183 94 66 81 51 30 8 6
* Starfsmaður innan ráðuneytisins sótti um stöðuna og var ákveðið að ráða hann.
– Vantar upplýsingar.

    Í 14 tilvikum hafa ráðningarstofur annast auglýsingar um störf innan ráðuneytisins. Er þar einkum um að ræða störf stjórnarráðsfulltrúa, ritara og sendla. Oft hljóta 10–20 umsóknir ítarlega skoðun og skipuleggur ráðningarskrifstofan 8–10 viðtöl í samráði við skrifstofustjóra almenns sviðs og hlutaðeigandi yfirmann. Konur voru ráðnar í öll þessi störf en um er að ræða þrjá sérfræðinga, sex stjórnarráðsfulltrúa, þrjá ritara og tvo sendla.
    Frá árinu 1999 hafa 19 embætti forstöðumanna, rektora og skólameistara stofnana á stjórnsýslusviði menntamálaráðuneytisins verið auglýst laus til umsóknar. Fjöldi umsækjenda um hvert embætti kemur fram í töflu 2 þar sem fjöldi er tilgreindur, skipt eftir kyni, og þar kemur einnig fram hvort karl eða kona var ráðin.

Tafla 2. Stöður embættismanna auglýstar á vegum ráðuneytisins sl. þrjú ár (alls 19).
Umsækjendur Ráðin
Heiti stöðu Alls Konur Karlar Kona Karl
Embætti framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins (1) 6 1 5
Embætti skólameistara við Flensborgarskóla í Hafnarfirði (2) 4 0 4
Staða forstöðumanns Listasafns Einars Jónassonar (3) 10 8 2
Embætti forstöðumanns Íslenskrar málstöðvar (3) 1 0 1
Embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík (2) 3 2 1
Skipun rektors Háskóla Íslands (4) 1 0 1
Embætti forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins (5) 9 6 3
Embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði (2) 1 1 0
Embætti forstöðumanns Námsmatsstofnunar (3) 2 0 2
Embætti þjóðminjavarðar (6) 1 1 0
Embætti þjóðminjavarðar (3) 9 5 4
Embætti skólameistara Menntaskólans við Sund (2) 4 1 3
Embætti skólameistara Borgarholtsskóla (2) 6 0 6
Embætti skólameistara fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (2) 2 1 1
Embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík (2) 2 0 2
Embætti skólameistara Iðnskólans í Reykjavík (2) 8 1 7
Embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri (2) 4 0 4
Skipun rektors Kennaraháskóla Íslands (7) 2 0 2
Embætti skólameistara Framhaldsskólans á Laugum (2) 2 1 1
Samtals: 77 28 49 7 12
(1)    Settur menntamálaráðherra, Geir H. Haarde, skipaði í embættið samkvæmt tilnefningu stjórnar.
(2)    Menntamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni tillögu hlutaðeigandi skólanefndar.
(3)    Ráðherra skipaði í embættið samkvæmt tilnefningu stjórnar.
(4)    Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að undangengnum almennum kosningum í háskólanum.
(5)    Sex umsækjendur voru boðaðir í viðtöl í ráðuneytið.
(6)    Ráðherra skipaði eina umsækjandann.
(7)    Menntamálaráðherra skipar rektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.

     3.      Hefur á síðustu þremur árum verið ráðið í stöður á vegum ráðuneytisins sem ekki voru auglýstar? Ef svo er, um hvaða stöður er að ræða og hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Ráðið hefur verið í fjögur störf án auglýsingar á síðustu þremur árum. Um er að ræða breytingu á verksviði tiltekinna starfsmanna, þ.e. tveggja kvenna og tveggja karla.

     4.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins? Hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig skiptast þeir eftir kynjum og hvenær voru þeir skipaðir?
    Svör við þessum spurningum er að finna í töflum 3–6.

Tafla 3. Nefndir, stjórnir eða ráð sem skipað er í samkvæmt lögum, reglugerðum, reglum eða þingsályktunum.

Heiti
Nefndin
hóf störf
Nefndarmenn
Karlar Konur Alls
Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema 14.10.1999 2 1 3
Byggingarnefnd Háskólans á Akureyri 14.4.1999 3 0 3
Háskólaráð Háskólans á Akureyri 1.7.2001 2 0 2
Háskólaráð Kennaraháskóla Íslands 1.8.2001 3 1 4
Höfundaréttarnefnd 13.7.2001 6 1 7
Íslensk málnefnd 1.1.1998 16 14 30
Íslenska Unesco-nefndin 1.1.1998 3 3 6
Íþróttanefnd ríkisins 8.9.1998 8 2 10
Kvikmyndaskoðun 21.8.1998 5 7 12
Landsnefnd ungmennaáætlunar Evrópusambandsins (Youth) 9.9.2000 2 3 5
Leiklistarráð 9.5.2001 1 4 5
Matsnefnd framhaldsskóla 22.10.1998 6 0 6
Matsnefnd grunnskóla 29.9.1998 2 4 6
Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1.8.2001 4 2 6
Menningarsjóðsnefnd 1.1.2001 1 4 5
Námsbrautarnefnd meinatæknabrautar í heilbrigðisdeild Tækniskóla Íslands 9.1.2001 2 1 3
Námsbrautarnefnd röntgentæknabrautar í heilbrigðisdeild Tækniskóla Íslands 9.2.2001 1 2 3
Námsgagnastjórn (Stjórn Námsgagnastofnunar) 23.3.2000 9 4 13
Námsstyrkjanefnd 1.1.2001 2 3 5
Nefnd sem fylgist með og sér um samræmingu menntunar vélstjóra 30.12.1996 4 0 4
Nefnd til að gera tillögur til ráðuneytisins um úthlutun orlofs og styrkja til kennara og skólastjórnenda í framhaldsskólum, sbr. reglugerð um námsorlof framhaldsskólakennara, nr. 331/1997 1.11.1997 3 3 6
Nefnd til að taka saman skrá yfir lausafjármuni og annan búnað í eigu fyrrverandi Alþýðuskólans á Eiðum 22.6.1999 3 0 3
Nemaleyfisnefnd í bakaraiðn 1.3.2000 3 0 3
Nemaleyfisnefnd í framreiðslu 1.3.2000 3 0 3
Nemaleyfisnefnd í hársnyrtiiðn 1.6.2000 1 4 5
Nemaleyfisnefnd í kjötiðn 1.3.2000 3 0 3
Nemaleyfisnefnd í matreiðslu 1.3.2000 3 0 3
Nemaleyfisnefnd í stálsmíði 15.2.2001 3 0 3
Rannsóknarráð Íslands 5.8.2000 15 6 21
Ráðgjafarnefnd Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála 1.12.1998 6 6 12
Ráðgjafarnefnd um málefni almenningsbókasafna 27.10.2000 2 4 6
Ráðgjafarnefnd um styrkveitingar til þróunarverkefna í framhaldsskólum og til fullorðinsfræðslu 28.12.1999 2 1 3
Ráðgjafarnefnd Þróunarsjóðs grunnskóla 22.2.2000 4 5 9
Safnaráð 15.9.2001 4 6 10
Safnráð Listasafns Íslands 1.1.2001 5 3 8
Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi 12.2.2001 11 7 18
Skilanefnd sem fjalla á um niðurlagningu Myndlistasjóðs Íslands 29.4.2001 2 1 3
Skólanefnd Borgarholtsskóla 9.10.2000 5 5 10
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23.9.2000 6 4 10
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 27.9.2000 5 5 10
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 27.9.2000 7 3 10
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 23.9.2000 3 7 10
Skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla 28.9.2000 3 7 10
Skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ 18.10.2000 6 4 10
Skólanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti 25.9.2000 4 6 10
Skólanefnd Flensborgarskóla í Hafnarfirði 28.9.2000 2 8 10
Skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík 26.10.2000 5 5 10
Skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum 19.10.2000 4 6 10
Skólanefnd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu 28.9.2000 7 3 10
Skólanefnd Framhaldsskólans í Skógum 23.10.1998 2 0 2
Skólanefnd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum 14.12.2000 3 7 10
Skólanefnd Iðnskólans í Hafnarfirði 18.10.2000 8 2 10
Skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík 9.11.2000 7 3 10
Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 9.11.2000 4 6 10
Skólanefnd Listdansskóla Íslands 26.4.1999 3 6 9
Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri 9.10.2000 7 3 10
Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum 6.11.2000 5 5 10
Skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði 28.11.2000 5 5 10
Skólanefnd Menntaskólans á Laugarvatni 17.10.2000 6 4 10
Skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi 26.11.2000 6 4 10
Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík 23.9.2000 7 3 10
Skólanefnd Menntaskólans við Hamrahlíð 8.11.2000 4 5 9
Skólanefnd Menntaskólans við Sund 9.10.2000 5 5 10
Skólanefnd Stýrimannaskólans í Reykjavík 17.11.1998 10 0 10
Skólanefnd Tækniskóla Íslands 21.10.1999 10 0 10
Skólanefnd Verkmenntaskóla Austurlands 13.11.2000 7 3 10
Skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri 10.10.2000 6 4 10
Skólanefnd Vélskóla Íslands 6.5.1999 10 0 10
Skólastjórn Skákskóla Íslands 1.2.2001 3 0 3
Starfsgreinaráð fyrir hönnun, listir og handverk 1.4.1998 11 2 13
Starfsgreinaráð fyrir uppeldis- og tómstundagreinar 3.3.1998 8 6 14
Starfsgreinaráð fyrir verslunar- og skrifstofustörf 20.4.1998 6 7 13
Starfsgreinaráð í bygginga- og mannvirkjagreinum 9.2.1998 18 0 18
Starfsgreinaráð í farartækja- og flutningsgreinum 6.2.1998 14 0 14
Starfsgreinaráð í matvæla- og veitingagreinum 9.2.1998 12 2 14
Starfsgreinaráð í málm-, véltækni- og framleiðslugreinum 6.2.1998 14 0 14
Starfsgreinaráð í náttúrunýtingu 30.4.1998 10 4 14
Starfsgreinaráð í rafiðngreinum 30.4.1998 13 1 14
Starfsgreinaráð í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum 11.2.1998 12 2 14
Starfsgreinaráð í öryggisvörslu, björgun og löggæslu 23.2.1998 14 0 14
Starfsgreinaráð sjávarútvegs og siglinga 27.3.1998 16 1 17
Starfsgreinaráð um heilbrigðis- og félagslega þjónustu í samræmi við ákvæði 28. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla 21.4.1998 7 7 14
Starfsgreinaráð um persónulega þjónustu 20.4.1998 5 9 14
Stjórn Barnamenningarsjóðs 1.12.1999 3 5 8
Stjórn Blindrabókasafns Íslands 3.12.1998 2 8 10
Stjórn Bókasafnssjóðs höfunda 1.1.1998 7 3 10
Stjórn Endurmenntunarsjóðs grunnskólakennara 18.2.1999 2 1 3
Stjórn Gunnarsstofnunar 29.12.1999 5 3 8
Stjórn Íslenska dansflokksins 27.10.2000 1 2 3
Stjórn Íslenskra getrauna 9.12.2000 10 0 10
Stjórn Kvikmyndasjóðs Íslands 2.2.2000 9 1 10
Stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 1.9.1998 5 5 10
Stjórn landsskrifstofu Sókratesar 24.11.2000 5 5 10
Stjórn Launasjóðs fræðiritahöfunda 18.6.1999 3 3 6
Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1.8.2001 6 10 16
Stjórn Listamannalauna 1.1.2001 3 1 4
Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins 1.10.2001 4 7 11
Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva 4.1.1999 2 2 4
Stjórn Námsmatsstofnunar 1.5.2001 4 2 6
Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna 12.3.1999 7 1 8
Stjórn Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra 25.5.2000 1 9 10
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1.7.1998 6 4 10
Stjórn Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi 1.7.1995 3 0 3
Stjórn Stofnunar Sigurðar Nordals 26.3.1999 2 1 3
Stjórn Styrktarsjóðs Blindrabókasafns Íslands 5.11.1999 1 2 3
Stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, Akureyri 22.11.1999 9 1 10
Stjórn Þýðingarsjóðs 1.1.2001 3 2 5
Stjórn Örnefnastofnunar Íslands 7.7.1998 4 2 6
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu, listamannaíbúðar í París 24.3.2000 1 2 3
Stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns 26.1.1998 3 1 4
Sveinsprófsnefnd í bakaraiðn 1.6.1998 10 0 10
Sveinsprófsnefnd í bifreiðasmíði 1.7.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í bílamálun 1.6.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í blikksmíði 1.1.1999 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í bókbandi 1.6.1998 6 0 6
Sveinsprófsnefnd í flugvélavirkjun 1.8.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í framreiðslu 1.6.1998 6 2 8
Sveinsprófsnefnd í gull- og silfursmíði 1.6.1998 5 3 8
Sveinsprófsnefnd í hársnyrtiiðn 1.11.1998 2 7 9
Sveinsprófsnefnd í húsasmíði 1.8.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í húsgagnabólstrun 1.6.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í húsgagnasmíði 1.8.1998 7 1 8
Sveinsprófsnefnd í kjólasaumi 1.6.1998 0 8 8
Sveinsprófsnefnd í kjötiðn 1.6.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í klæðskurði karla 1.6.1998 1 7 8
Sveinsprófsnefnd í ljósmyndun 1.1.1999 6 2 8
Sveinsprófsnefnd í matreiðslu 1.6.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í málaraiðn 1.11.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í málmsteypu 1.8.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í mótasmíði 1.8.1998 7 0 7
Sveinsprófsnefnd í múraraiðn 1.11.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í myndskurði 1.3.2000 2 0 2
Sveinsprófsnefnd í netagerð 1.8.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í pípulögnum 31.10.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í prentsmíð 1.11.1998 6 0 6
Sveinsprófsnefnd í prentun 1.6.1998 6 0 6
Sveinsprófsnefnd í rafiðngreinum, sterkstraumi 1.1.1999 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í rafiðngreinum, veikstraumi 1.1.1999 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í rennismíði 1.2.1999 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í skósmíðaiðn 1.7.1998 7 1 8
Sveinsprófsnefnd í skrúðgarðyrkju 15.4.1999 6 1 7
Sveinsprófsnefnd í snyrtifræði 1.10.1998 0 8 8
Sveinsprófsnefnd í stálsmíði og málmsuðu 1.12.1999 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í söðlasmíði 1.6.1998 3 1 4
Sveinsprófsnefnd í tannsmíði 1.6.1999 5 3 8
Sveinsprófsnefnd í úrsmíði 1.9.1998 3 0 3
Sveinsprófsnefnd í veggfóðrun 1.11.1998 8 0 8
Sveinsprófsnefnd í vélsmíði 1.8.1998 8 0 8
Undanþágunefnd framhaldsskóla 22.10.1998 4 1 5
Undanþágunefnd grunnskóla 9.9.1998 3 3 6
Úthlutunarnefnd starfslauna úr Launasjóði myndlistarmanna 1.1.2001 3 3 6
Úthlutunarnefnd starfslauna úr Launasjóði rithöfunda 1.1.2001 3 3 6
Úthlutunarnefnd starfslauna úr Tónskáldasjóði 1.1.2001 4 2 6
Úthlutunarnefnd styrkja Snorra Sturlusonar 27.11.1998 4 2 6
Úthlutunarnefnd Þróunarsjóðs leikskóla 26.6.2001 0 5 5
Verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1.7.1998 4 1 5
Þjóðleikhúsráð 16.6.1999 7 3 10
Æskulýðsráð ríkisins 1.1.2001 6 4 10
Örnefnanefnd 5.8.1998 6 0 6
Samtals 885 425 1.310

Tafla 4. Nefndir skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Heiti
Nefndin
hóf störf
Nefndarmenn
Karlar Konur Alls
Byggingarnefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ 14.2.1993 5 0 5
Byggingarnefnd Þjóðminjasafns 21.11.1994 2 0 2
Endurskoðun höfundalaga 22.9.1988 5 1 6
Háskólaráð Háskóla Íslands 16.2.2001 4 0 4
Innlend dómnefnd evrópska samstarfsverkefnisins „European Label“ 28.10.1998 2 5 7
Landsnefnd um átak Evrópuráðsins um sameiginlega menningararfleifð Evrópu (Europe, a common heritage) 31.3.2000 2 1 3
Landsnefnd um Evrópskt ár tungumála 2001 21.2.2000 4 6 10
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fullbright) 1.9.2001 1 3 4
Myndlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 11.1.2001 2 4 6
Námsefnisnefnd 17.1.2001 4 2 6
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðleikhússins 13.2.1996 1 0 1
Nefnd sem fjalla skal um endurbætur og uppbyggingu Þjóðskjalasafns Íslands 11.6.1996 2 0 2
Nefnd sem fjalla skal um húsnæðismál og uppbyggingu Menntaskólans í Reykjavík 13.2.1996 2 1 3
Nefnd sem ætlað er að gera tillögur um val á bókasafnskerfi sem hentað geti fyrir öll bókasöfn í landinu, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, almenningsbókasöfn, skólabókasöfn og rannsóknarbókasöfn 4.3.1998 1 4 5
Nefnd til að hafa umsjón með munum Hússtjórnarskóla Suðurlands, Laugarvatni 12.1.1996 1 2 3
Nefnd til að ræða við fulltrúa Þyrpingar hf. og gera samning til langs tíma um afnot af rými í nýju rannsóknahúsi við Háskólann á Akureyri 10.1.2000 6 0 6
Nefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara 12.2.1996 2 3 5
Nefnd um framkvæmd Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember 1.9.2001 1 2 3
Nefnd um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð 23.3.1999 5 1 6
Nefnd um úthlutun styrkja á vegum ERASMUS-áætlunarinnar 2.6.1994 2 4 6
Ráðgjafahópur um nám fatlaðra nemenda í framhaldsskólum 15.4.1999 3 3 6
Samráðshópur um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleifð heimsins 10.7.2000 3 1 4
Samráðsnefnd Tónlistar fyrir alla 1.1.2001 6 5 11
Samráðsnefnd um leikskóla 29.4.1999 3 4 7
Samráðsnefnd vegna samnings menntamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands um Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 24.11.2000 2 4 6
Samstarfshópur ráðuneyta til að undirbúa umfjöllun ríkisstjórnar um rannsóknar- og þróunarstarf 6.9.1996 8 1 9
Samstarfshópur um reiknilíkan fyrir skiptingu fjárframlaga til framhaldsskóla 11.7.2000 5 0 5
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Austurlandi 3.11.1997 2 2 4
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi 19.8.1998 5 0 5
Samstarfsnefnd menntamálaráðuneytisins um heimavistir 11.7.2000 3 1 4
Samstarfsnefnd menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands 24.1.2000 7 3 10
Samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar 17.8.2000 4 4 8
Starfshópur sem fjallar um starfsþjálfunarstöður fyrir skipstjórnar- og vélstjórnarnema um borð í kaupskipum 4.11.1999 7 1 8
Starfshópur til að fjalla um fámenna framhaldsskóla á landsbyggðinni og meta fjárhagsstöðu þeirra í ljósi reynslu af reiknilíkani fyrir fjárveitingar til framhaldsskóla sem tók fyrst gildi í fjárlagagerðinni fyrir 1998 18.5.1999 4 1 5
Starfshópur til að fylgja eftir niðurstöðu nefndar um varðveislu arfs hússtjórnarskólanna 27.11.1996 1 2 3
Starfshópur til að gera tillögur til menntamálaráðherra um skipulag fjarkennslu á háskólastigi 2.2.2001 4 2 6
Starfshópur til að hafa umsjón með þróun tölvukerfis sem skrifað hefur verið fyrir ráðuneytið og sett upp í flestum framhaldsskólum 14.11.1997 4 0 4
Starfshópur til að kanna hvaða leiðir eru skynsamlegastar til að efla enn frekar afreksstefnu sérsambanda ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar almennt 6.10.2000 4 1 5
Starfshópur til þess að fjalla um málefni fatlaðra ungmenna í framhaldsskólum 13.2.2001 3 1 4
Starfshópur til þess að fjalla um nýtingarmöguleika húsa Hérðasskólans á Núpi í Dýrafirði og gera tillögur um ráðstöfun þeirra og framtíðarhlutverk 21.8.1998 4 0 4
Stjórn Bókmenntakynningarsjóðs 25.3.1999 2 3 5
Stjórn gjafasjóðs Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors (Thorkilisjóður) 0.1.1900 1 1 2
Stjórn landsskrifstofu Leonardo da Vinci 8.3.2000 1 0 1
Stjórn Menningarnets Íslands 6.6.2000 3 2 5
Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands (fulltrúar Íslands) 1.1.1999 1 2 3
Stjórn Rannsóknarnámssjóðs 15.5.2001 3 3 6
Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 1.7.1997 3 2 5
Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Media, upplýsingaþjónustu á Íslandi 1.12.2000 5 5 10
Stjórn Snorrastofu í Reykholti 9.9.1998 9 1 10
Stjórn Verðlaunasjóðs dr. Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar arkitekts 1.7.1997 1 2 3
Tónlistarnefnd menntamálaráðuneytisins 1.1.2001 2 3 5
Verkefnisstjórn fyrir Evrópskt tungumálaár 2001 1.1.2001 2 1 3
Verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum 3 2 5
Verkefnisstjórn um sérstakt fimm ára átak í þágu símenntunar 22.12.1998 5 3 8
Verkefnisstjórn um tungutækni 15.11.2000 3 1 4
Verkefnisstjórn Upplýsingamiðstöðvar myndlistar 7.4.1995 3 0 3
Verkefnisstjórn þróunarskóla í upplýsingatækni 24.3.1999 2 2 4
Vinnuhópur um breytingar á skipulagi og starfsháttum við útgáfu námsgagna 5.9.2001 5 1 6
Öryggisnefnd menntamálaráðuneytisins 1.3.2000 2 2 4
Samtals 192 111 303

Tafla 5. Stjórnir og ráð sem Alþingi kýs.

Heiti
Nefndin
hóf störf
Nefndarmenn
Karlar Konur Alls
Samráðsnefnd menntamálaráðuneytisins, Stofnunar Sigurðar Nordals og heimspekideildar Háskóla Íslands um íslenskukennslu erlendis 5.5.2001 2 1 3
Stjórn Endurbótasjóðs menningarbygginga 26.1.1998 3 3 6
Stjórn Menningarsjóðs 15.7.1999 2 4 6
Útvarpsráð 12.7.1999 5 9 14
Útvarpsréttarnefnd 1.1.1998 9 5 14
Þjóðbúningaráð 1.1.2001 0 10 10
Samtals 21 32 53


Tafla 6. Nefndir, stjórnir og ráð, alls.

Karlar Konur Samtals Hlutfall kvenna
Nefndir, stjórnir eða ráð sem skipað er í samkvæmt lögum, reglugerðum, reglum eða þingsályktunum. 885 425 1.310 32,44%
Nefndir skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra. 192 111 303 36,63%
Stjórnir og ráð sem Alþingi kýs. 21 32 53 60,38%
Samtals 1.098 568 1.666 34,09%



Fylgiskjal.


Jafnréttisáætlun menntamálaráðuneytis.


    Markmið jafnréttisáætlunar menntamálaráðuneytis er að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan ráðuneytisins, enn fremur að minna stjórnendur og starfslið ráðuneytisins á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis. Menntamálaráðuneytið telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla.
    Í öllu starfi ráðuneytisins verði unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla í þjóðfélaginu. Jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna verði virkur þáttur í starfsmannastefnu ráðuneytisins.
    Menntamálaráðuneytið leggur áherslu á eftirfarandi:

Launajafnrétti
    Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða öðrum hætti. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár, sbr. 14 gr. laga nr. 96/2000.

Þátttaka í nefndum og ráðum
    Unnið er markvisst að því að jafna fjölda kvenna og karla í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytisins. Þegar óskað er eftir tilnefningum í opinberar nefndir og ráð skal minnt á ákvæði 20 gr. jafnréttislaga þar sem segir að þar sem því verði við komið sitji sem næst jafnmargar konur og karlar í nefndum, ráðum og stjórnum.

Auglýsingar og upplýsingagjöf
    Í auglýsingum eru störf ókyngreind og þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsinga. Þegar birtar eru tölfræðilegar upplýsingar á vegum ráðuneytisins skulu þær jafnan greindar eftir kyni, eftir því sem við á.

Stöðuveitingar og störf
    Jafnréttissjónarmið verði metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar.
    Stefnt er að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í hinum ýmsu störfum innan ráðuneytisins.
    Þess verði gætt við úthlutun verkefna, tilfærslu í störfum, tækifæra til að axla ábyrgð og framgangs í störfum að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis.

Starfsþjálfun og endurmenntun
    Tryggt verði að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða undirbúnings öðrum störfum.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
    Leitast er við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.

Starfsandi og líðan starfsmanna
    Lögð er áhersla á góða líðan starfsmanna og góðan starfsanda í ráðuneytinu. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og sæti ekki kynferðislegri áreitni, einelti né öðru ofbeldi.
    Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.

Jafnréttisfulltrúi
    Jafnréttisfulltrúi fjallar um og hefur eftirlit með jafnréttisstarfi á málasviði ráðuneytisins og stofnana á stjórnsýslusviði þess. Jafnréttisfulltrúi sendir Jafnréttisstofu árlega greinargerð um jafnréttisstarf ráðuneytisins, sbr. 11. gr. laga nr. 96/2000.
    Starfsmaður getur leitað til jafnréttisfulltrúa með mál er varða hvers kyns áreitni eða misrétti.