Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 225  —  182. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um rannsókn óupplýstra mannshvarfa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Ætlar ráðherra að beita sér fyrir frekari rannsókn óupplýstra mannshvarfa, sbr. svar ráðherra við fyrirspurn um mannshvörf á 125. löggjafarþingi (þskj. 286, 142. mál) þar sem fram kemur að samkvæmt bráðabirgðasamantekt séu 42 mannshvörf frá árunum 1945–1999 óupplýst ef frá eru taldir þeir sem hafa farist við störf á sjó? Ef svo er, hvernig hyggst ráðherra gera það?

    Rannsókn á mannshvörfum er í höndum viðkomandi lögreglustjóra. Komi ekkert fram við rannsókn er málið hvílt að henni lokinni. Komi fram nýjar vísbendingar um málið síðar er það tekið upp að nýju. Embætti ríkislögreglustjóra heldur miðlæga skrá yfir mannshvörf og er hún notuð sem hjálpargagn ef líkamsleifar finnast, t.d. í sjó eða fjöru. Ekki er á döfinni nein breyting á þessu fyrirkomulagi.