Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 230  —  205. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um skýrslu um menningartengda ferðaþjónustu.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



     1.      Þykir ráðherra eðlilegt að Suðurnesja sé ekki getið í skýrslu um menningartengda ferðaþjónustu sem nefnd samgönguráðherra skilaði fyrir skömmu?
     2.      Hvert er álit ráðherra á því að bæjarfélögin sunnan Reykjavíkur, þ.e. Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður, eru sett undir hatt höfuðborgarinnar í sömu skýrslu þótt fyrirliggjandi sé sértæk, metnaðarfull uppbygging í hverju þessara sveitarfélaga fyrir sig?