Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 242  —  217. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um stöðu banka og sparisjóða.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver er þróun á eiginfjárhlutfalli banka og sparisjóða á árunum 1999–2001 án víkjandi lána í samanburði við þróun útlána annars vegar og framlög í afskriftareikning hins vegar og uppfylla þeir lágmarksskilyrði um eiginfjárhlutfall? Telur ráðherra hlut víkjandi lána til að uppfylla lágmarksskilyrði eðlilegan og er að vænta breytinga á skilyrðum um eiginfjárhlutfall í samræmi við mat Fjármálaeftirlitsins þar að lútandi?
     2.      Er eiginfjárstaða banka og sparisjóða nægjanlega sterk að mati ráðherra og Fjármálaeftirlitsins til að mæta hugsanlegum skakkaföllum eða telur ráðherra nauðsynlegt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og þá hverra?
     3.      Hvernig hafa heildareignir banka og sparisjóða myndast á árunum 1998–2001 og hvernig hafa erlendar skuldir þeirra breyst á þessu tímabili? Hve mikið hefur tap þeirra verið á þessum árum vegna gengisbreytinga og hlutabréfaeignar, annars vegar í krónum talið og hins vegar í samanburði við vanskil einstaklinga á þessu tímabili? Telur ráðherra að breyta þurfi lögum og reglum til að bæta áhættustýringu innlánsstofnana?
     4.      Hver hafa útlánatöp banka og sparisjóða verið árlega sl. fimm ár, annars vegar vegna einstaklinga og hins vegar vegna lögaðila?


Skriflegt svar óskast.