Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 244  —  219. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fjárveitingar til háskóla.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hve miklar hafa fjárveitingar úr ríkissjóði verið til háskóla þau fjögur fjárlagaár síðan lög um háskóla, nr. 136/1997, tóku gildi? Óskað er eftir að fram komi:
     1.      heildarfjöldi nemenda við hvern skóla og heildarfjárveiting til skólans úr ríkissjóði hvert þessara ára,
     2.      hve fjárveitingar til kennslu hafa verið miklar á hvern nemanda í hverjum skóla, hvert ár fyrir sig,
     3.      hve miklar fjárveitingar úr ríkissjóði hafa verið til húsnæðismála hvers skóla, hvert ár á þessu tímabili,
     4.      hve mikið fé hefur farið úr ríkissjóði til rannsókna við hvern skóla, hvert þessara ára, miðað við fjölda kennara við hvern skóla fyrir sig.


Skriflegt svar óskast.