Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 246  —  221. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um einkaframtak í heilbrigðisþjónustu.

Frá Árna R. Árnasyni.



     1.      Sýna vísindalegar niðurstöður fram á að einkarekin sjúkrahús eða læknastofur veiti almennt lakari þjónustu eða skili almennt lakari verkum en sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar opinberra aðila?
     2.      Sýna fjárhagslegar niðurstöður fram á að heildarkostnaður við tiltekin verkefni heilbrigðisþjónustu sé almennt hærri í einkareknum sjúkrahúsum en opinberum þegar tekið hefur verið tillit til langtímakostnaðar við fjármögnun fasteigna, búnaðar og tækjakosts sem til þarf?