Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 249  —  223. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um akstur utan vega.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvernig er háttað eftirliti með akstri utan vega:
                  a.      innan friðlýstra svæða,
                  b.      í óbyggðum,
                  c.      almennt?
     2.      Hversu mörg tilvik um slíkan ólögmætan akstur hafa verið skráð og kærð árlega sl. fimm ár?
     3.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að koma í veg fyrir slíkan ólögmætan akstur?
     4.      Hvaða ráðum er beitt til að lagfæra tjón á landi og náttúru eftir akstur utan vega?
     5.      Hvaða refsingum hefur verið beitt fyrir ólögmætan akstur utan vega? Er stefnt að breytingum á refsiákvæðum fyrir lögbrot á þessu sviði?
     6.      Stendur til að endurskoða reglugerð nr. 619/1998, um akstur í óbyggðum, og þá á hvern hátt?


Skriflegt svar óskast.