Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 277  —  243. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um úthlutun ærgilda til svæða sem eru háð sauðfjárrækt.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hvað líður efndum á fyrirheitum um að úthluta 7.500 ærgildum til þeirra svæða sem eru sérstaklega háð sauðfjárrækt og möguleikar á annarri tekjuöflun eru takmarkaðir?
     2.      Er ætlunin að um verði að ræða árlegar greiðslur út gildistíma núverandi samnings um framleiðslu sauðfjárafurða?
     3.      Hafa þau svæði verið skilgreind sem uppfylla skilyrði skv. 1. lið?
     4.      Liggja fyrir úthlutunarreglur sem greitt verður eftir á viðkomandi svæðum?