Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 280  —  246. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um framhaldsdeildir.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvar á landinu eru nú starfræktar framhaldsdeildir sem útibú frá framhaldsskóla með skilgreinda hluta framhaldsskólanáms og hversu mikið
                  a.      greiðir ríkissjóður beint til einstakra framhaldsdeilda,
                  b.      greiða viðkomandi sveitarfélög?
     2.      Eftir hvaða reglum greiðir ríkissjóður fjárframlög til þeirra sem reka framhaldsdeildir utan höfuðstöðva sinna?
     3.      Hvaða sveitarfélög, sem ekki hafa eigin framhaldsskóla, hafa lagt fram beiðni um stofnun framhaldsdeilda?


Skriflegt svar óskast.