Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 282  —  188. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um bifreiðatryggingar.
    
     1.      Hefur Fjármálaeftirlitið lagt mat á hvort tilefni sé til lækkunar á lögboðnum bifreiðatryggingum í ljósi afkomu tryggingafélaganna og stöðu bótasjóða, í samræmi við tilmæli þess árið 1999 um að vátryggingafélögin taki forsendur iðgjaldaákvörðunar til endurskoðunar? Ef svo er ekki, verður það þá gert og hvenær má vænta niðurstöðu?
    Samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins gaf þróun tjóna á fyrri hluta þessa árs fyrirheit um að svigrúm gæti skapast til iðgjaldalækkana í lögboðnum ökutækjatryggingum. Samkvæmt upplýsingum vátryggingafélaganna hefur þessi þróun hins vegar ekki haldið áfram, því sjá megi aukningu í tjónum á ný. Fjármálaeftirlitið mun fylgjast með þróun þessara mála, m.a. þróun tjónakostnaðar á seinni hluta þessa árs. Fyrr en sú þróun liggur fyrir er ekki tímabært að taka ákvörðun um hvort Fjármálaeftirlitið ráðist í sérstaka athugun á iðgjöldum.

     2.      Hvernig hefur eigið fé, hagnaður, sjóðir og bankainnstæður tryggingafélaganna vaxið samanborið við vátryggingabætur á árunum 1999 og 2000 og fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs? Hverjar voru arðgreiðslur á þessu tímabili?
    Upplýsingar um rekstur og efnahag vátryggingafélaga birtast fyrst í ársreikningum einstakra vátryggingafélaga, sem allir eru opinber gögn, og síðan gefur Fjármálaeftirlitið út töflur með ársreikningunum ásamt sundurliðun eftir vátryggingagreinum á þeim reikningsliðum sem eðlilegt er að skipta niður. Fjármálaeftirlitið tekur hins vegar ekki saman upplýsingar úr árshlutareikningum vátryggingafélaga.
    Eftirfarandi tafla sýnir eigið fé, hagnað, sjóði og bankainnstæður, bókfærð tjón (þ.e. greidd tjón) og tjón ársins árin 1999 og 2000 samkvæmt gögnum sem Fjármálaeftirlitið hefur gefið út. Einnig eru sýndar arðgreiðslur sem fram koma í skýringum ársreikninga vátryggingahlutafélaga.

Rekstur og efnahagur vátryggingafélaga annarra
en Viðlagatryggingar, nokkrir liðir í millj. kr.

2000 1999
Eigið fé
13.324 11.948
Hagnaður
1.490 1.342
Sjóður og bankainnstæður
2.853 3.103
Bókfærð tjón
14.464 12.909
Tjón ársins
18.679 14.858
Arðgreiðslur
261 205*
*Arðgreiðslur ársins 1999 miðast eingöngu við skaðatryggingafélög. Samsvarandi tala fyrir árið 2000 er 232 millj. kr.

    Til þess að komast hjá tvítalningu er sleppt arðgreiðslum þeirra vátryggingafélaga sem alfarið eru í eigu annarra vátryggingafélaga, þ.e. Íslenskrar endurtryggingar hf. og Tryggingar hf.

     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið upplýsingar um tekjur vátryggingafélaganna af lögboðnum bifreiðatryggingum árin 1999 og 2000 og áætlaðar tekjur yfirstandandi árs auk tjónaskuldar vegna þeirra á sama tíma?
    Hlutur lögboðinna ökutækjatrygginga í rekstrar- og efnahagsliðum vátryggingafélaga árin 1999 og 2000 samkvæmt skýrslum Fjármálaeftirlitsins er sýndur í eftirfarandi töflu. Fjármálaeftirlitið tekur ekki saman upplýsingar um rekstraráætlanir vátryggingafélaga, þannig að það hefur ekki áætlun um tekjur vátryggingafélaga á yfirstandandi ári.

Lögboðnar ökutækjatryggingar 2000 1999
Bókfærð iðgjöld
6.791 4.967
Breyting á iðgjaldaskuld
920 682
Iðgjöld ársins
5.870 4.285
Bókfærð iðgjöld, hluti endurtryggjenda
120 128
Breyting á iðgjaldaskuld, hluti endurtryggjenda
0 -6
Endurtryggingariðgjöld
120 134
Eigin iðgjöld ársins
5.750 4.151
Fjárfestingartekjur af vátrygginga-/skaðatryggingarekstri
2.175 1.979
Aðrar tekjur að frádregnum hluta endurtryggjenda
0 0
Bókfærð tjón
5.611 5.052
Breyting á tjónaskuld
2.655 1.819
Tjón ársins
8.266 6.871
Bókfærð tjón, hluti endurtryggjenda
141 166
Breyting á tjónaskuld, hluti endurtryggjenda
179 113
Hluti endurtryggjenda í tjónum ársins
319 279
Eigin tjón ársins
7.947 6.592
Breyting á annarri vátryggingarskuld að frádregnum hluta endurtryggjenda
0 0
Ágóðahlutdeild og afsláttur að frádregnum hluta endurtryggjenda
67 44
Sölukostnaður
670 517
Breyting á yfirfærðum sölukostnaði
0 0
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
794 635
Umboðslaun og ágóðahluti frá endurtryggjenda
0 0
Hreinn rekstrarkostnaður
1.464 1.153
Annar kostnaður að frádregnum hluta endurtryggjenda
0 0
Breyting á útjöfnunarskuld
-206 -689
Hagnaður eða tap af vátrygginga-/skaðatryggingarekstri
-1.347 -970
Iðgjaldaskuld frá fyrra ári
2.726 2.043
Iðgjaldaskuld til næsta árs
3.646 2.726
Hluti endurtryggjenda í iðgjaldaskuld frá fyrra ári
0 6
Hluti endurtryggjenda í iðgjaldaskuld til næsta árs
0 0
Tjónaskuld frá fyrra ári
17.461 15.642
Tjónaskuld til næsta árs
20.116 17.461
Hluti endurtryggjenda í tjónaskuld frá fyrra ári
387 274
Hluti endurtryggjenda í tjónaskuld til næsta árs
566 387
Útjöfnunarskuld frá fyrra ári
476 1.165
Útjöfnunarskuld til næsta árs
270 476
Ágóðaskuld og afsláttur frá fyrra ári
41 34
Ágóðaskuld og afsláttur til næsta árs
65 47
Hluti endurtryggjenda í ágóðaskuld og afslætti frá fyrra ári
0 0
Hluti endurtryggjenda í ágóðaskuld og afslætti til næsta árs
0 0

Hlutfallstölur
Tjón ársins/iðgjöld ársins
140,8% 160,3%
Hreinn rekstrarkostnaður/iðgjöld ársins
24,9% 26,9%
Fjárfestingartekjur/iðgjöld ársins
37,0% 46,2%
Tjón+hr. kostnaður – fjárfestingatekjur/iðgjöld ársins
128,7% 141,1%
Hagnaður eða tap af vátryggingarekstri/iðgjöld ársins
−22,9% −22,6%
Eigin tjón/eigin iðgjöld
138,2% 158,8%
Eigin vátryggingarskuld/eigin iðgjöld
409,2% 489,6%

     4.      Hefur verið staðið eðlilega að skattgreiðslum af hagnaði tryggingafélaganna með tilliti til framlaga í bótasjóði og hafa framlög í sjóðina verið eðlileg og í samræmi við áætlaðar tjónaskuldir á hverjum tíma að mati Fjármálaeftirlitsins?
    Eftirlit með skattgreiðslum vátryggingafélaga er á hendi skattyfirvalda. Fram kemur í svari Fjármálaeftirlitsins að því sé ekki kunnugt um annað en að vátryggingafélögin fari eftir gildandi skattareglum á hverjum tíma. Fjármálaeftirlitið fylgist með vátryggingarskuld hvers vátryggingafélags um sig og sérstaklega með tjónaskuld, einkum í lögboðnum ökutækjatryggingum. Eins og fram hefur komið í skýrslum Fjármálaeftirlitsins um athuganir þess á síðustu árum hafa ekki verið gerðar sérstakar athugasemdir við mat einstakra vátryggingafélaga á henni.
    Vegna orðalags spurningarinnar er nauðsynlegt að gefa skýringar á hugtökum. Eins og orðanotkun í reikningsskilum og rekstri fyrirtækja hefur þróast er heitið bótasjóður rangnefni, þótt það hafi verið notað í ársreikningum vátryggingafélaga fram til ársins 1995. Um er að ræða skuldalið vegna þegar orðinna en óuppgerðra tjóna. Liðurinn heitir nú tjónaskuld, sem er eðlilegra heiti. Breytingar á tjónaskuldinni eru færðar í rekstrarreikning og koma þar fram sem gjaldaliður ef tjónaskuld hækkar milli ára. Ekki er rétt að tala um framlög í því sambandi, vegna þess að breytingin er mismunur tjónaskuldar við upphaf og lok ársins.

     5.      Hver hafa vísitöluáhrif iðgjaldahækkana á bifreiðatryggingum verið síðastliðin þrjú ár?

    Viðskiptaráðuneytið hefur ekki undir höndum upplýsingar um áhrif iðgjaldahækkana á vísitölu, enda heyra mál er lúta að vísitölum og útreikningi þeirra undir ráðherra Hagstofu Íslands. Ráðuneytinu er því ekki fært að svara framangreindum lið.

     6.      Hvað líður skoðun Samkeppnisstofnunar á meintu samráði tryggingafélaga og fákeppni á tryggingamarkaði og hvenær er að vænta niðurstöðu?
    Samkvæmt upplýsingum Samkeppnisstofnunar er athugun stofnunarinnar á samkeppnisháttum á vátryggingamarkaðnum árin 1993–1999 langt komin. Er niðurstöðu hennar að vænta á næstu mánuðum.
     7.      Hvað má áætla að mikið fé hjá tryggingafélögunum losni úr tjónaskuld fyrir árin 1997–2000 að mati Fjármálaeftirlitsins?
    Fjármálaeftirlitið spáir ekki um matsþróun einstakra ára eða tímabila nema í undantekningartilvikum. Þannig liggur t.d. ekkert fyrir annað en tjónaskuldin sjálf um það hver verði endanlegur kostnaður vegna tjóna sem urðu á árunum 1997–2000. Þess má hins vegar geta að við reikningsskil vegna ársins 2000 var mat eldri tjóna (sem urðu 1999 eða fyrr) lækkað um 2,6 milljarða kr. frá mati þeirra í byrjun ársins. Af þeirri lækkun voru 1,4 milljarðar kr. í lögboðnum ökutækjatryggingum.