Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 295  —  256. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um aðstoð við fatlaða vegna orlofsdvalar eða ferðalaga.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hvað hefur verið gert til þess að framfylgja þeim ábendingum og tillögum sem fram koma í skýrslu starfshóps félagsmálaráðuneytis frá 1999 um möguleika fatlaðra til dvalar í orlofshúsnæði og til ferðalaga innan lands eða utan?
     2.      Hefur verið gerð úttekt á orlofshúsnæði og umhverfi þess með tilliti til aðgengis fatlaðra?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að kostnaður aðstoðarmanns fatlaðra sem dvelja í orlofshúsnæði eða ferðast innan lands og utan verði greiddur úr opinberum sjóðum?
     4.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir því að komið verði á fót fræðslunámskeiðum fyrir fólk sem tekur að sér starf aðstoðarmanns fatlaðra í orlofsdvöl eða á ferðalagi? Ef svo er, hvenær má vænta þess að slík námskeið hefjist og hver mun bera kostnaðinn af þeim?