Ferill 267. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 312  —  267. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um iðnnám á landsbyggðinni.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hversu margar iðnnámsbrautir hafa verið lagðar niður á landsbyggðinni í kjölfar þess að kjarnaskólar í iðnnámi voru stofnaðir?
     2.      Hversu margir iðnnemar sækja nám á höfuðborgarsvæðinu en eiga lögheimili utan þess?
     3.      Hversu margar kennarastöður hafa verið felldar niður í kjölfar þess að iðnnámsbrautir hafa verið lagðar niður á landsbyggðinni?
     4.      Hvernig hyggst menntamálaráðherra fylgja eftir því markmiði að halda opnum leiðum til starfsnáms fyrir sem flesta?