Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 321  —  271. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um afurðalán í landbúnaði.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hverjir eiga rétt á að nýta sér bakábyrgð Byggðastofnunar á afurðalánum á þessu hausti?
     2.      Hvernig breyttust kjörin á lánunum og hver eru þau nú eftir að ábyrgð Byggðastofnunar var veitt?
     3.      Hvernig fylgir Byggðastofnun því eftir að lántakendum sé ekki mismunað í lánskjörum?
     4.      Til hve langs tíma er þessi tilhögun um ábyrgð afurðalána ákveðin og hver er þóknun Byggðastofnunar fyrir að veita þessa ábyrgð?
     5.      Sé litið svo á að ábyrgð Byggðastofnunar á lánum til afurðastöðva nú í haust sé ákveðin byggðaaðgerð, má þá vænta þess að gripið verði til hliðstæðra aðgerða gagnvart fjárþörf annarra atvinnugreina í dreifbýli sem búa við ofurvexti á rekstrarlánum sínum?