Ferill 211. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 332  —  211. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um landanir á Vestfjörðum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve miklum afla var landað á Vestfjörðum tvö síðustu fiskveiðiár, skipt eftir sveitarfélögum?
     2.      Hve mikill hluti þess afla var:
                  a.      unninn á Vestfjörðum,
                  b.      settur í gáma til útflutnings,
                  c.      seldur til vinnslu í öðrum landshlutum?


    Ráðuneytið fór þess á leit við Fiskistofu að hún tæki saman svar við fyrirspurninni og fer svar hennar hér á eftir.
    Í meðfylgjandi töflum koma fram upplýsingar um landaðan afla íslenskra skipa á Vestfjörðum tvö síðustu fiskveiðiár flokkaðar eftir fisktegundum í hverri löndunarhöfn. Landaður afli íslenskra skipa á Vestfjörðum var 82.706 tonn fiskveiðiárið 1999/2000 og 88.804 tonn fiskveiðiárið 2000/2001. Umtalsverðum afla var landað að auki af erlendum skipum bæði fiskveiðiárin, mest af rækju og loðnu.
    Tölur um magn afla einstakra fisktegunda sem landað var á Vestfjarðahöfnum fiskveiðiárin 1999/2000 og 2000/2001 eru sýndar í töflu 1 (svar við lið 1).
    Tölur um magn afla einstakra fisktegunda sem fór til vinnslu á Vestfjörðum (vinnsluhús og vinnsluskip) ásamt hlutfalli þess afla af lönduðum afla á Vestfjörðum eru sýndar í töflu 2 fyrir fiskveiðiárið 1999/2000 og í töflu 3 fyrir fiskveiðiárið 2000/2001 (svar við lið 2.a). Af helstu tegundum var hlutfallslega mest unnið af rækju í fjórðungnum en minna af ýsu og kola. Meira var unnið af rækju en nemur lönduðum afla íslenskra skipa. Auk þess var verulegt magn af innfluttri rækju unnið á Vestfjörðum en sú rækja er ekki inni í þessum tölum.
    Tölur um landaðan afla sem fluttur var óunninn í gámum á erlenda fiskmarkaði ásamt hlutfalli þess afla af lönduðum afla á Vestfjörðum eru sýndar í töflu 4 fyrir fiskveiðiárið 1999/2000 og í töflu 5 fyrir fiskveiðiárið 2000/2001 (svar við lið 2.b).
    Sá afli sem eftir stendur af lönduðum afla á Vestfjörðum, eftir að afli til vinnslu á Vestfjörðum og afli sem fluttur var óunninn á erlenda fiskmarkaði hefur verið dreginn frá, kemur fram sem hlutfall af lönduðum afla í töflu 6 (svar við lið 2.c). Þessar tölur eru að mestu andhverfa við tölur í töflum 2 og 3. Mikið var selt í aðra landshluta af ýsu og kola en meira keypt af grálúðu og rækju en selt var úr fjórðungnum. Athuga ber að tölurnar sýna ekki veltu heldur er mismunur á seldum og keyptum afla settur fram sem hlutfall af lönduðum afla. Ef hlutfallið er neikvætt (-) þýðir það að meiri afli var unninn á Vestfjörðum en þar var landað. Það segir hins vegar ekkert um hvað varð nákvæmlega um þann afla sem þar var landað.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Tafla 6. Afli landaður á Vestfjörðum fiskveiðiárin 1999/2000 og 2000/2001 sem ekki var unninn í fjórðungnum sem hlutfall af lönduðum afla á Vestfjörðum.

Fiskveiðiár

Fisktegund 1999/2000 2000/2001
Þorskur 19,0% 16,5%
Ýsa 53,8% 58,1%
Ufsi 52,3% 37,5%
Karfi/gullkarfi 37,7% 83,5%
Langa 23,2% 25,8%
Keila 9,8% 41,8%
Steinbítur 26,6% 13,8%
Úthafskarfi -4,7% -
Grálúða/svarta spraka -48,0% -15,5%
Skarkoli 61,1% 48,9%
Þykkvalúra/sólkoli 66,6% 71,9%
Sandkoli 99,4% 99,9%
Skrápflúra 96,7% -
Síld 0,0% 0,0%
Loðna 0,0% 0,0%
Rækja/djúprækja -20,0% -31,8%
Hörpudiskur 50,3% 56,8%
Kúfiskur/kúskel 27,0% -
Annað 28,9% 34,9%
Samtals 13,9% 11,1%

    Í töflunni er mismunur heildarafla sem landað var á Vestfjörðum fiskveiðiárin 1999/2000 og 2000/2001 og afla sem unninn var í fjórðungnum og fluttur út ferskur sömu ár. Mismunur kemur fram sem hlutfall af lönduðum afla. Þegar hlutfall er neikvætt hefur meiri afli viðkomandi tegundar farið til vinnslu á Vestfjörðum en nam lönduðum afla