Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 359  —  294. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um rýmingaráætlanir.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Eru fyrirliggjandi rýmingaráætlanir fyrir allar heilbrigðisstofnanir í landinu ef hætta steðjar að, t.d. náttúruhamfarir eða eldsvoði, og ef svo er, hvenær voru þær gerðar og fyrir hvaða stofnanir?
     2.      Hvenær voru síðast gerðar rýmingaráætlanir fyrir heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi?
     3.      Var við gerð þeirra tekið tillit til þeirra alvarlegu ábendinga sem fram hafa komið frá eftirlitsaðilum varðandi öldrunar- og hjúkrunardeildina Ljósheima á Selfossi? Ef svo er, hvað var gert til þess að bregðast við þessum ábendingum?