Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 362  —  297. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um staðgreiðslu skatta af greiðslum úr kjaradeilusjóðum stéttarfélaga.

Frá Sigríði Jóhannesdóttur.



    Hvað olli því að greiðslur úr kjaradeilusjóðum stéttarfélaga voru í sumar teknar út af lista yfir greiðslur sem eru undanþegnar staðgreiðslu skatta með reglugerð nr. 500/2001, um breytingu á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu, með síðari breytingum?