Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 420  —  329. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aðgerðir á sjúkrahúsum og utan þeirra.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvaða aðgerðir, meðferð eða rannsóknir, sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir samkvæmt samningum við sérfræðilækna eru einnig gerðar á sjúkrahúsum og hve margar slíkar aðgerðir voru gerðar á sjúkrahúsum annars vegar og utan þeirra hins vegar, árin 1997 og 2000?
     2.      Hver er kostnaður við hverja aðgerð, annars vegar á sjúkrahúsum og hins vegar utan þeirra, og hver er kostnaðarhluti sjúklinga þar af, án afsláttar?
    

Skriflegt svar óskast.