Ferill 331. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 422  —  331. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um rafrænt upplýsingakerfi bókasafna.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Verður tekið tillit til þegar útlagðrar vinnu og kostnaðar við rafræna skráningu þeirra bókasafna sem skráð hafa söfn sín í gagnasafnið Feng við yfirfærslu skráninganna í nýstofnað Landskerfi bókasafna hf.?
     2.      Verður kostnaður við undirbúning að samruna Fengs og Gegnis, bókasafns- og upplýsingakerfanna, styrktur úr ríkissjóði?
     3.      Hvaða tillit verður tekið til aukins rekstrarkostnaðar þeirra bókasafna sem hafa skráð í Feng og munu því reka tvöfalt skráningarkerfi eftir að Gegnir hefur verið yfirfærður í landskerfið og þar til Fengur er kominn yfir í það?
     4.      Hvernig verður gagnagrunnur Fengs metinn inn í Aleph 500 bókasafns- og upplýsingakerfið?
     5.      Verður farið að tillögu samstarfshóps um menningarmál um að komið verði á þróunarsjóði bókasafna með 8 millj. kr. fjárframlagi úr ríkissjóði árið 2002?


Skriflegt svar óskast.