Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 429  —  137. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á iðnaðarlögum, nr. 42/1978, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



1. Við 1. gr. Greinin orðist svo:
         Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
          a.      1. mgr. orðast svo:
                 Lögreglustjóri, þar sem aðili á lögheimili, lætur af hendi meistarabréf og iðnaðarleyfi.
          b.      3. mgr. orðast svo:
                 Iðnaðarráðherra gefur út sveinsbréf. Hann getur falið öðrum að gefa bréfin út að fullnægðum skilyrðum laga.
2. Við 2. gr. Greinin orðist svo:
         14. gr. laganna fellur brott.
3. Við 3. gr. Greinin orðist svo:
         Lög þessi öðlast þegar gildi. Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum nr. 64/1934, um viðauka við lög nr. 29 8. nóvember 1895, um hagfræðiskýrslur: Orðin „í samráði við iðnráð Reykjavíkur“ í niðurlagi 1. gr. falla brott.