Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 616  —  382. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sjóði starfsfólks heilsugæslustöðva.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Eru til sjóðir sem í rennur hlutur komugjalda til heilsugæslustöðva, svokölluð tíund, og eru m.a. nýttir fyrir heilsugæslustarfsfólk til ferðalaga og skemmtanahalds eins og kom fram í DV 7. des. sl.?
     2.      Ef svo er, hvert er hlutverk þessara sjóða?
     3.      Ef svo er, hverjar eru tekjur sjóðanna? Er um þóknun fyrir innheimtu skatta eða þjónustugjalds að ræða og á hvaða lagagrunni byggist hún?
     4.      Ef svo er, hversu mikið fé er til ráðstöfunar á ári?
     5.      Ef svo er, hverjir fá úthlutað og eftir hvaða reglum?
     6.      Ef svo er, hvaða styrkir hafa verið veittir á þessu ári úr sjóðunum?
     7.      Njóta starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og stofnana þess svipaðra eða annarra fríðinda eða styrkja? Eru slík hlunnindi skattskyld?