Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 705  —  438. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um sparifé landsmanna í bönkum og sparisjóðum.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu mikið af innstæðum banka og sparisjóða var í eigu einstaklinga 31. janúar sl.?
     2.      Hversu mikið af sparifé landsmanna í bönkum og sparisjóðum var á innlánsreikningum með 1% vöxtum, 2% vöxtum o.s.frv., flokkað eftir vaxtastigi, 31. janúar sl.?
     3.      Hversu mikið af sparifé í bönkum og sparisjóðum var í eigu fólks 65 ára og eldra, flokkað eftir vaxtaflokkum, og hvaða raunvextir voru af þessu sparifé sl. ár?
     4.      Hversu mikið sparifé einstaklinga í bönkum og sparisjóðum var á neikvæðum vöxtum undanfarið ár?


Skriflegt svar óskast.