Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 733  —  408. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um fjárveitingar til jarðgangagerðar.

     1.      Hverjar voru heildarfjárveitingar til vegamála á núgildandi verðlagi frá árinu 1980?
    Heildarfjárveitingar til vegagerðar á árunum 1980–2001 voru 189.596 millj. kr. á áætluðu meðalverðlagi 2002 (vísitala vegagerðar 6740). Í töflu 1 eru heildarfjárveitingar sundurliðaðar á hvert ár, svo og fjárveitingar til jarðganga, ásamt hlutfalli fjárveitinga til jarðganga af heildarfjárveitingum til vegagerðar á þessu tímabili. Allar upphæðir eru í millj. kr. á áætluðu meðalverðlagi 2002. Innifalið í tölum um heildarfjárveitingar er allt fé sem runnið hefur til vegamála viðkomandi ár. Tölur fyrir 1980–2000 eru samkvæmt skýrslum samgönguráðherra um framkvæmd vegáætlunar en tölur fyrir 2001 eru samkvæmt vegáætlun fyrir árin 2000–2004 og fjárlögum varðandi frestun framkvæmda.

Tafla 1. Fjárveitingar til vegagerðar 1980–2001.

Ár Heildar-
fjárveitingar
Fjárveitingar
til jarðganga
Hlutfall
%
1980
7.736 0 0
1981
8.287 2 0
1982
7.854 5 0
1983
6.911 5 0
1984
7.999 7 0,1
1985
7.329 22 0,3
1986
7.461 0 0
1987
6.522 30 0,5
1988
7.232 352 4,9
1989
7.427 719 9,7
1990
7.432 639 8,6
1991
7.681 835 10,9
1992
8.077 863 10,7
1993
10.368 956 9,2
1994
10.062 1.519 15,1
1995
10.208 900 8,8
1996
9.231 492 5,3
1997
9.133 302 3,3
1998
9.170 12 0,1
1999
10.545 50 0,5
2000
10.950 117 1,1
2001
11.981 212 1,8
Samtals
189.596 8.039 4,2

     2.      Hve miklu fé var varið til jarðgangagerðar á sama tíma?
    Fjárveitingar til jarðgangagerðar á þessu tímabili námu 8.039 millj. kr. Í töflu 2 kemur fram sundurliðun á verkefni. Allar tölur eru í millj. kr. á áætluðu meðalverðlagi 2002 (vísitala 6740). Tölur fyrir 1981–2000 eru samkvæmt skýrslum samgönguráðherra um framkvæmd vegáætlunar en tala fyrir 2001 er samkvæmt vegáætlun fyrir árin 2000–2004.

Tafla 2. Kostnaður við jarðgöng 1981–2001.

Ár Ólafsfjarðarmúli Strákagöng Vestfjarðagöng Annað Samtals
1981
2 2
1982
5 5
1983
5 5
1984
7 7
1985
22 22
1986
0 0
1987
30 30
1988
352 352
1989
689 30 719
1990
547 92 639
1991
293 107 429 6 835
1992
23 41 786 13 863
1993
949 7 956
1994
1.512 7 1.519
1995
900 0 900
1996
487 5 492
1997
300 2 302
1998
6 6 12
1999
38 12 50
2000
6 111 117
2001
212 212
Samtals
1.975 148 5.535 381 8.039

     3.      Hvað voru fjárveitingar til jarðgangagerðar hátt hlutfall af heildarfjárveitingum til vegamála á þessu tímabili?
    Hlutfall fjárveitinga til jarðganga af heildarfjárveitingum til vegagerðar á þessu tímabili var 4,2% (sjá sundurliðun á hvert ár í töflu 1).