Ferill 467. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 749  —  467. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Frá Ástu Möller.



    Mun ráðherra beita sér fyrir því að gerður verði samningur við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sbr. ákvæði 36. og 39. gr. laga um almannatryggingar um samninga við sérfræðinga, sbr. einnig nefndarálit heilbrigðis- og trygginganefndar á þskj. 511 (169. mál) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um almannatryggingar þar sem nefndin áréttar þann skilning sinn á túlkun laganna að þar sé ekki einungis átt við sérfræðilækna?