Ferill 529. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 833  —  529. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um breytingu á reglugerð nr. 68/1996.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu háum fjárhæðum er áætlað að útgáfa læknisvottorða skili heilsugæslunni eða heilbrigðisstofnunum eftir breytingar á reglugerð nr. 68/1996, um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar sl.?
     2.      Hvað er áætlað að tekjur heilsugæslulækna skerðist mikið við þessar breytingar og er ætlunin að bæta þeim tekjuskerðinguna með einhverju móti?
     3.      Hyggjast heilsugæslulæknar láta af störfum vegna breytinganna? Ef svo er, hve margir hyggjast hætta og hvernig ætlar ráðuneytið að bregðast við því?