Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 836  —  532. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um starfsemi öldungadeilda.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Við hve marga framhaldsskóla voru starfræktar öldungadeildir fyrir fimm árum? Hver hefur þróunin verið og hve margar eru slíkar deildir nú?
     2.      Hver er heildarfjöldi nemenda sem skráðir hafa verið í nám í öldungadeildum síðustu fimm ár, sundurliðað eftir skólum og árum?
     3.      Hver er þróun framlaga ríkisins á hvern innritaðan nemanda í öldungadeildum síðustu fimm ár, sundurliðað eftir skólum og árum?
     4.      Eru fyrirhugaðar aðgerðir til þess að styrkja nám í öldungadeildum sérstaklega? Ef svo er, hvenær er þeirra að vænta?


Skriflegt svar óskast.