Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 865  —  524. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur um markað fyrir íslenska tónlist erlendis.

     1.      Hver er afstaða ráðherra til hugmynda um þróunarsjóð tónlistariðnaðarins?
    Þróunarsjóður tónlistar, sem hefði að markmiði að efla íslenska tónlistarstarfsemi inn á við og út á við, gegndi mikilvægu hlutverki.

     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að slíkum sjóði verði komið á laggirnar eða hefur hann aðrar hugmyndir um aðgerðir til að vinna markaði fyrir íslenska tónlist erlendis? Ef svo er, í hverju felast þær hugmyndir?
    Mikilvægt er að sjóðurinn starfi á menningarlegum forsendum til að hann standist kröfur um frjáls alþjóðaviðskipti. Sjóðurinn kemur ekki til sögunnar án atbeina Alþingis bæði að því er varðar lagasetnignu og fjárveitingar.
    Af því fé sem menntamálaráðuneytið hefur til styrkveitinga eru árlega veittir styrkir til að stuðla að sókn íslenskra tónlistarmanna erlendis. Menntamálaráðuneytið hefur hafið smíði almennra tónlistarlaga til að lögfesta reglur um stuðning við tónlistarstarfsemi, þar með kynningu, flutning og markaðssetningu á íslenskri tónlist erlendis. Í slíkri löggjöf verða mótaðar reglur um það hvernig staðið verði að því að úthluta fé á fjárlögum til tónlistarmanna og mætti í því efni hafa leiklistarlöggjöfina að leiðarljósi.