Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 885  —  532. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um starfsemi öldungadeilda.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Við hve marga framhaldsskóla voru starfræktar öldungadeildir fyrir fimm árum? Hver hefur þróunin verið og hve margar eru slíkar deildir nú?
     2.      Hver er heildarfjöldi nemenda sem skráðir hafa verið í nám í öldungadeildum síðustu fimm ár, sundurliðað eftir skólum og árum?
     3.      Hver er þróun framlaga ríkisins á hvern innritaðan nemanda í öldungadeildum síðustu fimm ár, sundurliðað eftir skólum og árum?
     4.      Eru fyrirhugaðar aðgerðir til þess að styrkja nám í öldungadeildum sérstaklega? Ef svo er, hvenær er þeirra að vænta?

    Árið 1998 voru öldungadeildir strarfræktar við 14 framhaldsskóla og 2002 við 11 framhaldsskóla. Þróunin sést í töflunni hér á eftir.
    Svör við 2. og 3. lið fyrirspurnarinnar koma fram í töflunni.
    Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á öldungadeildum framhaldsskólanna. Framboð á námi í öldungadeildum ræðst að mestu leyti af eftirspurn og að undanförnu hafa komið til fjarkennsla og dreifmenntun sem vafalítið höfða talsvert til fullorðinna og hafa áhrif á aðsókn að öldungadeildum framhaldsskólanna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.