Ferill 589. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 922  —  589. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um svarta atvinnustarfsemi, skattsvik og eftirlit.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hefur umfang skattsvika og/eða svartrar atvinnustarfsemi verið kannað reglubundið á síðustu fimm árum? Ef svo er, hvað kom út úr þeirri könnun og hvernig var hún framkvæmd?
     2.      Hvert er talið vera heildarumfang svartrar atvinnustarfsemi og/eða skattsvika miðað við þjóðarframleiðslu? Hefur heildarumfangið aukist á tímabilinu?
     3.      Er umfang svartrar atvinnustarfsemi og/eða skattsvika mismunandi eftir atvinnugreinum og, ef svo er, í hvaða 5–10 atvinnugreinum gætir þessa mest? Hver hefur þróunin í hverri atvinnugrein orðið á síðustu fimm árum?
     4.      Hafa stjórnvöld skipulagt aðgerðir til þess að sporna við svartri atvinnustarfsemi og/eða skattsvikum? Ef svo er, í hverju felast þær?


Skriflegt svar óskast.