Ferill 344. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 940  —  344. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um geislavarnir.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1.      Við 2. gr.
          a.      Orðið „flutning“ í 1. tölul. falli brott.
          b.      Við 1. tölul. bætist: sbr. 4. mgr. 13. gr.
     2.      Við 5. gr. 3. tölul. 1. mgr. orðist svo: Eftirlit með geislaálagi starfsmanna vegna jónandi geislunar og halda skrá yfir niðurstöður einstaklingsbundins eftirlits fyrir hvern einstakan starfsmann.
     3.      Við 6. gr. Í stað orðanna „fimm mönnum“ komi: þremur mönnum.
     4.      Við 7. gr. Í stað orðanna „sem nýta ójónandi geislun, skuli háður leyfi“ í 4. mgr. komi: sem gefa frá sér ójónandi geislun, skuli tilkynningarskyldur.
     5.      Við 9. gr. Í stað orðanna „sem nýta“ í 2. mgr. komi: sem gefa frá sér.
     6.      Við 12. gr.
                  a.      Orðið „flutningur“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „innra eftirliti“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: eftirliti í samræmi við reglur sem ráðherra setur skv. 4. mgr. 10. gr.
     7.      Við 13. gr. Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Um ráðstafanir til að vernda starfsmenn á vinnustöðum gegn skaðlegum áhrifum af völdum ójónandi geislunar fer samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglum settum samkvæmt þeim.
     8.      Við 15. gr.
                  a.      Orðið „sérhverrar“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     Við læknisfræðilega geislun skal ábyrgðarmaður eða sá sem hann hefur falið framkvæmdina meta hvort notkun geislunar er réttlætanleg að teknu tilliti til markmiðs geislunarinnar, einkenna og ástands sjúklings.
     9.      Við 16. gr. Í stað orðsins „hópskoðun á fólki“ komi: skoðun á hópi fólks.
     10.      Við 17. gr.
                  a.      Orðið „frjáls“ í 2. mgr. falli brott.
                  b.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein er orðist svo:
                     Vinnueftirlit ríkisins annast eftirlit og gerir ráðstafanir til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á starfsmenn vegna ójónandi geislunar í samræmi við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglur settar samkvæmt þeim.
     11.      Við 23. gr. Í stað orðanna „gildi 1. janúar 2002“ komi: þegar gildi.



Prentað upp.