Ferill 597. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 941  —  597. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins árið 2000.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða nefndir, ráð og stjórnir á vegum hvaða ráðuneyta störfuðu ekkert árið 2000 og skiluðu engum árangri, sbr. skýrslu Ríkisendurskoðunar um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins árið 2000?
     2.      Hvenær voru þær skipaðar og í hvaða tilgangi?
     3.      Hverjir áttu sæti í hverri þeirra fyrir sig?
     4.      Hver er ástæða þess að þær störfuðu ekkert á árinu 2000 og hver eru áform um áframhaldandi störf þeirra?
     5.      Þáðu nefndarmenn í þessum nefndum þóknun fyrir nefndarsetu sína á árinu 2000? Ef svo er, í hvaða nefndum var það og hve há voru nefndarlaunin?
     6.      Hve margir sem áttu sæti í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins árið 2000 voru í fleiri en einni nefnd? Í hve mörgum nefndum sat hver þeirra?
     7.      Hver var hæsta heildarþóknun til eins og sama aðila af þeim sem sæti áttu í þeim 910 nefndum, ráðum og stjórnum sem störfuðu á árinu 2000?
     8.      Telur ráðherra að breyta eigi því fyrirkomulagi að þeir sem sæti eiga í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins og starfa hjá hinu opinbera fái nefndarþóknun ef nefndarstarfið fer fram í hefðbundnum vinnutíma þeirra?


Skriflegt svar óskast.