Ferill 496. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 944  —  496. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um kostnað við varnaðarmerkingar á tóbaki.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er árleg sala tóbaks hérlendis og hversu stór hluti hennar er sala vindlinga?
     2.      Hver er kostnaður við að merkja tóbak með aðvörun um skaðsemi þess, annars vegar árlegur heildarkostnaður og hins vegar kostnaður á einingu, t.d. einn vindlingapakka?
     3.      Hver ber kostnað af varnaðarmerkingum á tóbaki?


    Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR var heildarsala tóbaks með virðisaukaskatti á árinu 1999 5.851.362 þús. kr., 5.826.738 þús. kr. á árinu 2000 og 6.151.023 þús. kr. á árinu 2001. Sala vindlinga hefur verið um 92% af heildarsölu tóbaks. Á árinu 2001 var sala vindlinga 5.665.319 þús. kr.
    Innkaupasamningar ÁTVR kveða allir á um að framleiðendur merki tóbak með varnaðarmerkingum og eru merkingarnar á þeirra kostnað. Ef tóbak er hins vegar sérpantað fær ÁTVR það afhent ómerkt. Í slíkum tilfellum merkir ÁTVR tóbakið og tekur fyrir það gjald að fjárhæð 30 kr. á hverja einingu, auk virðisaukaskatts. Um lítið magn er að ræða og eru tekjur af gjaldinu um 5.000 kr. á mánuði.