Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 986  —  626. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um vaxtamun og þjónustutekjur bankanna.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hver hefur verið vaxtamunur helstu viðskiptabanka á árunum 1997–2001, að báðum árum meðtöldum, reiknaður á núgildandi verðlagi?
     2.      Hver hefur þessi vaxtamunur verið sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum bankanna?
     3.      Hverjar hafa verið tekjur bankanna af þjónustugjöldum á þessu tímabili, reiknaðar á núgildandi verðlagi, og hvert hefur verið hlutfall þeirra af hreinum rekstrartekjum bankanna?


Skriflegt svar óskast.