Ferill 645. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1042  —  645. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tilnefningu á heimsminjaskrá UNESCO.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað líður undirbúningi við tilnefningu Þingvalla og Skaftafells á heimsminjaskrá UNESCO sem ríkisstjórnin samþykkti að hefja 4. desember 2001?
     2.      Hefur komið til athugunar að vinna að fleiri tilnefningum af Íslands hálfu?
     3.      Hvernig er háttað samstarfi menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis varðandi þetta málefni?
     4.      Hvenær má vænta niðurstöðu í málinu?