Ferill 660. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1070  —  660. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um öryggisráðstafanir lögreglunnar í tengslum við fund utanríkisráðherra NATO í Reykjavík 14.–15. maí nk.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Til hvaða öryggisráðstafana mun lögreglan grípa í tengslum við fund utanríkisráðherra NATO í Reykjavík 14.–15. maí nk.?
     2.      Hver er heildarkostnaður ríkisins við þær öryggisráðstafanir?
     3.      Hver er sundurliðaður kostnaður lögreglunnar við tækjakaup í tengslum við fundinn og í hverju felst sá kostnaður?
     4.      Hefur sérstök sveit óeirðalögreglumanna verið þjálfuð fyrir fundinn? Ef svo er, hvers vegna, hvert er hlutverk hennar og hver er kostnaðurinn við þjálfun og störf slíkrar sveitar?