Ferill 664. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1080  —  664. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um kostnaðarþátttöku sjúklinga við endurhæfingu.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvernig skiptist kostnaður við endurhæfingu á milli sjúklings og hins opinbera eftir því hvar endurhæfingin er veitt og hvar sjúklingurinn dvelur á meðan meðferð stendur, þ.e. hvort hann:
                  a.      er innritaður á sjúkrahús,
                  b.      dvelur á Rauðakrosshótelinu,
                  c.      dvelur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði,
                  d.      er heima hjá sér,
                  e.      dvelur á öldrunarstofnun?
     2.      Hver greiðir hvað hverju sinni, svo sem lyf, læknishjálp, rannsóknir, hjálpartæki, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, talþjálfun o.s.frv.?


Skriflegt svar óskast.