Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1192  —  626. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um vaxtamun og þjónustutekjur bankanna.

     1.      Hver hefur verið vaxtamunur helstu viðskiptabanka á árunum 1997–2001, að báðum árum meðtöldum, reiknaður á núgildandi verðlagi?
    Eftirfarandi tafla sýnir vaxtamun, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum, viðskiptabanka og sparisjóða í milljörðum króna á verðlagi ársins 2001:

Ár Milljarðar kr.
1997 16,8
1998 17,9
1999 21,5
2000 23,9
2001 24,9

     2.      Hver hefur þessi vaxtamunur verið sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum bankanna?
    Eftirfarandi tafla sýnir vaxtamun sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum viðskiptabanka og sparisjóða:

Ár

Hlutfall

1997
62%
1998 60%
1999 57%
2000 60%
2001 75%

     3.      Hverjar hafa verið tekjur bankanna af þjónustugjöldum á þessu tímabili, reiknaðar á núgildandi verðlagi, og hvert hefur verið hlutfall þeirra af hreinum rekstrartekjum bankanna?
    Eftirfarandi tafla sýnir þjónustutekjur viðskiptabanka og sparisjóða í milljörðum króna á verðlagi ársins 2001 og hlutfall þeirra af hreinum rekstrartekjum:

Ár Milljarðar kr. Hlutfall
1997 6,3 23%
1998 6,7 22%
1999 8,1 22%
2000 9,6 24%
2001 9,6 29%

    Hreinar rekstrartekjur eru samtala vaxtamunar og annarra rekstrartekna. Undir öðrum rekstrartekjum eru tekjur af hlutabréfum og eignarhlutum, þjónustutekjur, gengishagnaður af fjármálastarfsemi og ýmsar rekstrartekjur. Ástæðan fyrir því að samtala vaxtamunar og þjónustutekna af hreinum rekstrartekjum á árinu 2001 er yfir 100% er sú að á því ári var gengistap af fjármálastarfsemi.