Ferill 641. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1222  —  641. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ögmund Þormóðsson frá iðnaðarráðuneyti. Umsagnir bárust frá Arkitektafélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta og S. Stefáni Ólafssyni.
    Frumvarpið byggist á tilskipun 2001/19/EB, en hún snýr að viðurkenningu á starfsréttindum ýmissa starfsstétta í tækni- og hönnunargreinum.
    Nefndin leggur til að raffræðingar bætist við upptalninguna á löggiltum starfsheitum í tækni- og hönnunargreinum skv. lögum nr. 8/1996, en með því er um að ræða staðfestingu á þeim réttindum sem rafvirkjar hafa aflað sér með meistaranámi sem veitir rétt til A- eða B-löggildingar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við bætist ný grein sem verði 1. gr., svohljóðandi:
    Við 1. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: raffræðinga.

    Pétur H. Blöndal skrifar undir álit þetta með fyrirvara vegna þeirrar tillögu að bæta raffræðingum við þær starfsstéttir sem falla undir ákvæði laga nr. 8/1996.
    

Alþingi, 15. apríl 2002.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.



Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.


Svanfríður Jónasdóttir.


Helga Guðrún Jónasdóttir.



Árni Steinar Jóhannsson.


Kjartan Ólafsson.


Ísólfur Gylfi Pálmason.