Ferill 721. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1234  —  721. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um rannsóknir á nýtingu fiskúrgangs.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Hvaða rannsóknir innlendar eða erlendar liggja fyrir um nýtingu fiskúrgangs (afskurðar, hausa, hryggjar, innyfla, roðs) sem fellur til við fiskvinnslu á sjó og landi og hverjar eru helstu niðurstöður þeirra rannsókna?
     2.      Liggja fyrir rannsóknir innlendar eða erlendar á áhrifum þess á lífríkið þegar miklu magni úrgangs frá fiskvinnslu eða annarri vinnslu, t.d. á skel og rækju, er hent í hafið?
     3.      Liggja fyrir rannsóknir á áhrifum þess á fiskgöngur þegar miklu magni fiskúrgangs er hent á viðkvæmri fiskislóð?


Skriflegt svar óskast.